Hairspray - Fjórar stjörnur 15. september 2007 00:01 Það hefur sjálfsagt verið óskemmtilegt að alast upp í Baltimore í upphafi sjöunda áratugarins, þar sem meðalmennska, fordómar og afturhaldssemi réðu ríkjum, eins og gefið er til kynna í dans- og söngvamyndinni Hairspray. Þar segir frá Tracy Turnblad, þybbinni unglingsstúlku, sem fær ósk sína uppfyllta þegar hún kemst í Corny Collins-sjónvarpsþáttinn, þrátt fyrir að falla illa að stöðluðum fegurðarímyndum. Tracy uppgötvar sér til mikillar skelfingar hversu illa er farið með svarta í þáttunum og í bænum almennt og setur allt á annan endann með því að hefja réttindabaráttu svartra. Hairspray er endurgerð samnefndrar kvikmyndar Johns Waters frá árinu 1988, sú fyrsta sem kvikmyndagerðarmaðurinn sendi frá sér sem átti upp á pallborðið hjá bandaríska kvikmyndaeftirlitinu og aflaði honum almennra vinsælda. Tónlist sjöunda áratugarins var eitt aðalsmerki kvikmyndarinnar og því í raun tímaspursmál hvenær einhverjum snillingnum dytti í hug að gera upp úr henni söngleik. Sú varð raunin þegar Hairspray var sett upp á Broadway árið 2002 og valinn „Söngleikur ársins“. Hollywood var ekki lengi að finna peningalyktina og á síðasta ári var söngleikurinn kvikmyndaður. Margir efuðust um að Adam Shankman, með sína afleitu ferilskrá, gæti fetað í fótspor Waters og hvað þá að John Travolta væri verðugur arftaki Divine sem móðir Tracy Óttinn reynist algjörlega óþarfur, því jafn vel heppnuð og skemmtileg dans- og söngvamynd hefur ekki sést lengi. Vissulega hefði mátt koma ádeilunni á aðskilnaðarstefnuna betur til skila en Shankman kýs að keyra myndina áfram með fjörugum tónlistaratriðum og leikhópurinnn stendur sig með sóma. Blonsky er frábær sem Tracy, Walken mátulega góður sem faðir hennar og Pfeiffer dásamlega illkvittin sem þáttastjórnandinn Velma Von Tussle. Travolta tekst ágætlega upp sem kona þótt það vanti aðeins upp á raddbeitinguna. Hairspray er fyrirtaks fjölskylduskemmtun sem stenst forveranum fyllilega snúning, ásamt því að kenna okkur að koma auga á og meta fegurðina í margbreytileikanum. Roald Viðar Eyvindsson Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig“ Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Það hefur sjálfsagt verið óskemmtilegt að alast upp í Baltimore í upphafi sjöunda áratugarins, þar sem meðalmennska, fordómar og afturhaldssemi réðu ríkjum, eins og gefið er til kynna í dans- og söngvamyndinni Hairspray. Þar segir frá Tracy Turnblad, þybbinni unglingsstúlku, sem fær ósk sína uppfyllta þegar hún kemst í Corny Collins-sjónvarpsþáttinn, þrátt fyrir að falla illa að stöðluðum fegurðarímyndum. Tracy uppgötvar sér til mikillar skelfingar hversu illa er farið með svarta í þáttunum og í bænum almennt og setur allt á annan endann með því að hefja réttindabaráttu svartra. Hairspray er endurgerð samnefndrar kvikmyndar Johns Waters frá árinu 1988, sú fyrsta sem kvikmyndagerðarmaðurinn sendi frá sér sem átti upp á pallborðið hjá bandaríska kvikmyndaeftirlitinu og aflaði honum almennra vinsælda. Tónlist sjöunda áratugarins var eitt aðalsmerki kvikmyndarinnar og því í raun tímaspursmál hvenær einhverjum snillingnum dytti í hug að gera upp úr henni söngleik. Sú varð raunin þegar Hairspray var sett upp á Broadway árið 2002 og valinn „Söngleikur ársins“. Hollywood var ekki lengi að finna peningalyktina og á síðasta ári var söngleikurinn kvikmyndaður. Margir efuðust um að Adam Shankman, með sína afleitu ferilskrá, gæti fetað í fótspor Waters og hvað þá að John Travolta væri verðugur arftaki Divine sem móðir Tracy Óttinn reynist algjörlega óþarfur, því jafn vel heppnuð og skemmtileg dans- og söngvamynd hefur ekki sést lengi. Vissulega hefði mátt koma ádeilunni á aðskilnaðarstefnuna betur til skila en Shankman kýs að keyra myndina áfram með fjörugum tónlistaratriðum og leikhópurinnn stendur sig með sóma. Blonsky er frábær sem Tracy, Walken mátulega góður sem faðir hennar og Pfeiffer dásamlega illkvittin sem þáttastjórnandinn Velma Von Tussle. Travolta tekst ágætlega upp sem kona þótt það vanti aðeins upp á raddbeitinguna. Hairspray er fyrirtaks fjölskylduskemmtun sem stenst forveranum fyllilega snúning, ásamt því að kenna okkur að koma auga á og meta fegurðina í margbreytileikanum. Roald Viðar Eyvindsson
Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig“ Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira