Tólf ára í tísku Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 28. september 2007 00:01 Þegar ég fer í gegnum myndaalbúm foreldra minna eru fáar myndir sem vekja með mér meiri óhug en myndirnar sem teknar voru af mér þegar ég var tólf ára. Ég var upp á mitt allra ljótasta á þeim aldri. Einhvern veginn á mörkum þess að vera barn og unglingur og hlutföll líkamans í samræmi við það. Búkurinn orðinn nær 170 cm á hæð en vó aðeins 40 kíló. Andlitið lítið, nefið stórt og spangirnar á nýsprottnum fullorðinstönnunum leiðinlega áberandi. Bekkjarfélagar mínir voru síst skárri. Öll vorum við jafn skelfilega ólöguleg. Ég varð því nokkuð hissa þegar ég heyrði þær fréttir frá Ástralíu að tólf ára gömul stúlka hefði verið valin andlit tískuvikunnar þar í landi. Af myndum að dæma er hún reyndar nokkuð snoppufríðari en ég en það breytir ekki þeirri staðreynd að hún er bara tólf ára. Á þeim aldri var ég ennþá barn og þótt ég þekki áströlsku stúlkuna ekki neitt leyfi ég mér að fullyrða að hún sé það líka. Og nú á þetta barn að vera fyrirmynd fullvaxta kvenna. Ég hef í gegnum árin reynt að sætta mig við þá fásinnu að fyrirmyndir mínar í tískublöðunum séu fimmtán eða sextán ára grunnskólabörn en nú er mér allri lokið. Með nokkurra mánaða svelti gæti ég mögulega látið mig líkjast sextán ára unglingi en það þarf stökkbreytingu eigi ég að ná tólf ára markmiðinu. Þar spillir kynþroski minn helst fyrir. Stjórnendur tískuvikunnar í London gera þá kröfu að sýningarstúlkurnar hafi náð sextán ára aldri. Það er jákvæð þróun. Ekki aðeins til að sporna gegn átröskunum og þunglyndi fullorðinna kvenna sem gráta æskuljóma sinn heldur ekki síður til þess að sporna gegn fáránleikanum. Það er bara eitthvað ankannalegt við að sjá flatbrjósta börn spranga um sýningarpallana í rándýrum Dior- og Chanel-kjólum enda duga launin úr vinnuskólanum skammt upp í slíkar flíkur. ÁstralAr hafa pakkað í vörn og á heimasíðu tískuvikunnar er nú tekið fram að stúlkan sem um ræðir sé orðin þrettán ára. Hún átti víst afmæli í vikunni sem leið og nálgast fermingaraldurinn óðfluga. Það er gott að heyra því öll vitum við að um fermingu eru konur á hápunkti fegurðar sinnar. Um það vitnar fjöldi fermingarmynda sem faldar eru í læstum skúffum á flestum heimilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun
Þegar ég fer í gegnum myndaalbúm foreldra minna eru fáar myndir sem vekja með mér meiri óhug en myndirnar sem teknar voru af mér þegar ég var tólf ára. Ég var upp á mitt allra ljótasta á þeim aldri. Einhvern veginn á mörkum þess að vera barn og unglingur og hlutföll líkamans í samræmi við það. Búkurinn orðinn nær 170 cm á hæð en vó aðeins 40 kíló. Andlitið lítið, nefið stórt og spangirnar á nýsprottnum fullorðinstönnunum leiðinlega áberandi. Bekkjarfélagar mínir voru síst skárri. Öll vorum við jafn skelfilega ólöguleg. Ég varð því nokkuð hissa þegar ég heyrði þær fréttir frá Ástralíu að tólf ára gömul stúlka hefði verið valin andlit tískuvikunnar þar í landi. Af myndum að dæma er hún reyndar nokkuð snoppufríðari en ég en það breytir ekki þeirri staðreynd að hún er bara tólf ára. Á þeim aldri var ég ennþá barn og þótt ég þekki áströlsku stúlkuna ekki neitt leyfi ég mér að fullyrða að hún sé það líka. Og nú á þetta barn að vera fyrirmynd fullvaxta kvenna. Ég hef í gegnum árin reynt að sætta mig við þá fásinnu að fyrirmyndir mínar í tískublöðunum séu fimmtán eða sextán ára grunnskólabörn en nú er mér allri lokið. Með nokkurra mánaða svelti gæti ég mögulega látið mig líkjast sextán ára unglingi en það þarf stökkbreytingu eigi ég að ná tólf ára markmiðinu. Þar spillir kynþroski minn helst fyrir. Stjórnendur tískuvikunnar í London gera þá kröfu að sýningarstúlkurnar hafi náð sextán ára aldri. Það er jákvæð þróun. Ekki aðeins til að sporna gegn átröskunum og þunglyndi fullorðinna kvenna sem gráta æskuljóma sinn heldur ekki síður til þess að sporna gegn fáránleikanum. Það er bara eitthvað ankannalegt við að sjá flatbrjósta börn spranga um sýningarpallana í rándýrum Dior- og Chanel-kjólum enda duga launin úr vinnuskólanum skammt upp í slíkar flíkur. ÁstralAr hafa pakkað í vörn og á heimasíðu tískuvikunnar er nú tekið fram að stúlkan sem um ræðir sé orðin þrettán ára. Hún átti víst afmæli í vikunni sem leið og nálgast fermingaraldurinn óðfluga. Það er gott að heyra því öll vitum við að um fermingu eru konur á hápunkti fegurðar sinnar. Um það vitnar fjöldi fermingarmynda sem faldar eru í læstum skúffum á flestum heimilum.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun