
Orðræða um orkumál (1)
Með raforkulögum frá 2003 var starfsemi á sviði raforkumála skipt í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur. Þetta er í samræmi við þróun víðast hvar á Vesturlöndum sem hnykkt var á með tilskipun frá Evrópusambandinu og Íslendingum bar að færa í lög. Framleiðsla rafmagns og sala þess til neytenda er skilgreind sem samkeppnisrekstur, enda hefur neytandinn val um af hverjum hann kaupir sjálft rafmagnið. Háspennulínur og dreifikerfi sem þarf til að koma rafmagninu frá virkjun til endanlegra viðtakenda er sérleyfisstarfsemi enda ekki hagkvæmt að efna til samkeppni með mörgum lagnakerfum.
Samkeppni – sérleyfiHver raforkunotandi er því bundinn af viðskiptum við dreifiveitu á sínu svæði sem sér um að skila rafmagninu í hús en hefur val um það af hverjum hann kaupir orkuna. Enn er það svo að flestir kaupa rafmagnið af sama fyrirtækinu og annast dreifingu á svæði viðkomandi. Verðlagning á raforkunni sjálfri og þá um leið á sölustarfseminni er frjáls en um sérleyfisstarfsemina gilda stífar reglur, og eftirlit með framfylgd þeirra er í höndum Orkustofnunar. Krafist er bókhaldslegs aðskilnaðar á samkeppnis- og sérleyfisrekstri þannig að reitum sé ekki ruglað saman.
Nú er um það rætt að ganga lengra og krefjast aðskilnaðar fyrirtækja þannig að sérleyfisfyrirtæki megi ekki hafa neina samkeppnisstarfsemi með höndum. Tilgangurinn er sá að gera samkeppnina virkari.
Hitaveitur hafa sérleyfi til sinnar starfsemi hver á sínu svæði, að undanskyldum litlum veitum sem oftast eru í eigu notendanna sjálfra (bændaveitur). Lög um starfsemi hitaveitna eru gömul og fyrirkomulag á verðlagningu þessarar sérleyfisstarfssemi er ómarkvisst. Á döfinni er að setja almenn lög um hitaveitustarfsemi og skilgreina hana sem sérleyfisrekstur. Viss vandi er á ferðinni þegar jarðvarma er aflað jöfnum höndum til þess knýja raforkuver (sem er samkeppnisrekstur) og til vatnsöflunar til hitaveitna (sérleyfisrekstur), eins og gert er með hagkvæmum hætti á Nesjavöllum og í Svartsengi. Á þessu er þó tekið í raforkulögum, en skerpa þarf ákvæðið í væntanlegum hitaveitulögum.
Stórnotendur – almennir notendurStórnotendur, álverin og nokkrir aðrir, fá rafmagn afhent með öðrum hætti en almennir notendur. Meginmunurinn er sá að stórnotendur taka við rafmagninu beint út af háspennukerfinu á meðan hinir taka við því lágspenntu út úr dreifikerfinu. Stórnotendurnir þurfa því sjálfir að sjá um spennubreytinguna o.fl. Lög mæla fyrir um hverjir geta fallið undir stórnotendaflokkinn og er þá miðað við lágmarksafl og samfellu í notkun.
Minnstu stórnotendurnir nú nota 100 MW afl og er það nýtt til fulls lungann úr árinu á meðan stærstu almennu notendurnir nýta mest um 3 MW afl hver en með afar breytilegu álagi. Hvor notendahópurinn um sig á að standa undir sínum hluta flutningskostnaðarins. Á þessu var hert með raforkulögunum frá 2003 og Orkustofnun uppálagt að hafa gát á.
Hitt er annað mál að vissum félagslegum kostnaði við háspennukerfið er lögum samkvæmt jafnað á milli allra almennra notenda á meðan stórnotendur taka ekki þátt í henni, nema þá innbyrðis í sínum hópi.
Þessi félagslega jöfnun kemur fram í því að sama gjald er fyrir flutning á rafmagni eftir línum Landsnets til almennra notenda hvar sem er á landinu. Aftur á móti getur dreifikostnaðurinn verið breytilegur eftir búsetu, enda eru dreifiveiturnar hver með sín rekstrarskilyrði. Ríkissjóður tekur þó á sig nokkurn hluta af dreifingarkostnaðinum á dreifbýlissvæðum með niðurgreiðslum.
Þessi lögbundni aðskilnaður í stórnotendur og almenna notendur á aðeins við um sérleyfisstarfsemina. Raforkuframleiðendunum er í sjálfsvald sett hvernig þeir verðleggja rafmagnið til hinna ýmsu notenda og þá eru skilin á milli stórra og smárra notenda með ýmsum hætti. Hafa verður í huga að samkeppnin um stórnotendur er á alþjóðavettvangi, en íslensku raforkuframleiðendurnir falbjóða væntanlega ekki orku sína nema fá fyrir hana viðunandi verð. Það er hlutverk Samkeppniseftirlits að gæta að því að réttar leikreglur séu í heiðri hafðar.
Höfundur er orkumálastjóri.
Skoðun

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar