Danskur lífeyrissjóður kaupir hlut í Össuri Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2007 05:45 Hlaupari og forstjóri. Myndin var tekin í fyrrahaust þegar suðurafríski hlauparinn Oscar Pistorius og Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, handsöluðu styrktarsamning. Markaðurinn/GVA Hlutafjárútboði Össurar sem hófst í gær og átti að ljúka í dag lauk á nokkrum klukkustundum. „Útboðið gekk mjög vel og stóru tíðindin voru kannski þau að ATP, stærsti og virtasti lífeyrissjóður Dana, keypti í einu lagi 42 prósent af útboðinu,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Jón segir útboðið hafa verið upp á 60 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur um 3,6 milljörðum króna, og hugsað til að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Í tilkynningu til Kauphallar í gær kemur fram að á stjórnarfundi 29. þessa mánaðar hafi verið samþykkt að hækka hlutafé Össurar um sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé til takmarkaðs hóps fagfjárfesta. Nýju hlutirnir verða í kjölfarið teknir til viðskipta í OMX Kauphöll Íslands. Kaupþing annaðist hlutafjárútboðið fyrir Össur. „ATP er aðallífeyrissjóður Dana og eini opinberi lífeyrissjóðurinn þar í landi,“ segir Jón og bendir á að aðkoma sjóðsins að Össuri sé þvert á umtal sem verið hafi um íslensk fyrirtæki, útrás þeirra og íslenskt efnahagslíf í Danmörku undanfarið meðal bæði banka og greiningaraðila. Hann segir hins vegar ljóst að ATP hlaupi ekki út í fjárfestingar að óathuguðu máli. „Þeir eru búnir að fylgjast með okkur lengi.“ Útboðið bar upp á sama dag og Össur kynnti uppgjör eftir þriðja ársfjórðung, en viðsnúningur hefur orðið í rekstri fyrirtækisins frá því á fyrri hluta ársins. Jón segir endurskipulagningu í sölukerfi í Bandaríkjunum vera að skila sér og að góð sala í Evrópu hafi stuðlað að bættu gengi. Á þriðja ársfjórðungi nemur hagnaður til hluthafa Össurar 2,1 milljón Bandaríkjadala, um 126 milljónum króna, og er það heldur yfir spá greiningardeildar Glitnis sem gerði ráð fyrir 1,5 milljónum dala. Kaupþing spáði hins vegar hagnaði upp á 900 þúsund dali og Landsbankinn tapi upp á 7,5 milljónir dala. „Uppgjörið er í samræmi við væntingar okkar og það sem við höfum sagt markaðnum. Við fórum í gegnum gríðarlega endurskipulagningu á sölukerfinu í Bandaríkjunum í byrjun ársins og sjáum núna fram á bata þar eftir að hafa orðið fyrir truflun á starfseminni. Við fórum í sambærilega endurskipulagningu í Evrópu í fyrra og núna gengur líka mjög vel þar,“ segir Jón Sigurðsson. ATP í Keflavík Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Sjá meira
Hlutafjárútboði Össurar sem hófst í gær og átti að ljúka í dag lauk á nokkrum klukkustundum. „Útboðið gekk mjög vel og stóru tíðindin voru kannski þau að ATP, stærsti og virtasti lífeyrissjóður Dana, keypti í einu lagi 42 prósent af útboðinu,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Jón segir útboðið hafa verið upp á 60 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur um 3,6 milljörðum króna, og hugsað til að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Í tilkynningu til Kauphallar í gær kemur fram að á stjórnarfundi 29. þessa mánaðar hafi verið samþykkt að hækka hlutafé Össurar um sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé til takmarkaðs hóps fagfjárfesta. Nýju hlutirnir verða í kjölfarið teknir til viðskipta í OMX Kauphöll Íslands. Kaupþing annaðist hlutafjárútboðið fyrir Össur. „ATP er aðallífeyrissjóður Dana og eini opinberi lífeyrissjóðurinn þar í landi,“ segir Jón og bendir á að aðkoma sjóðsins að Össuri sé þvert á umtal sem verið hafi um íslensk fyrirtæki, útrás þeirra og íslenskt efnahagslíf í Danmörku undanfarið meðal bæði banka og greiningaraðila. Hann segir hins vegar ljóst að ATP hlaupi ekki út í fjárfestingar að óathuguðu máli. „Þeir eru búnir að fylgjast með okkur lengi.“ Útboðið bar upp á sama dag og Össur kynnti uppgjör eftir þriðja ársfjórðung, en viðsnúningur hefur orðið í rekstri fyrirtækisins frá því á fyrri hluta ársins. Jón segir endurskipulagningu í sölukerfi í Bandaríkjunum vera að skila sér og að góð sala í Evrópu hafi stuðlað að bættu gengi. Á þriðja ársfjórðungi nemur hagnaður til hluthafa Össurar 2,1 milljón Bandaríkjadala, um 126 milljónum króna, og er það heldur yfir spá greiningardeildar Glitnis sem gerði ráð fyrir 1,5 milljónum dala. Kaupþing spáði hins vegar hagnaði upp á 900 þúsund dali og Landsbankinn tapi upp á 7,5 milljónir dala. „Uppgjörið er í samræmi við væntingar okkar og það sem við höfum sagt markaðnum. Við fórum í gegnum gríðarlega endurskipulagningu á sölukerfinu í Bandaríkjunum í byrjun ársins og sjáum núna fram á bata þar eftir að hafa orðið fyrir truflun á starfseminni. Við fórum í sambærilega endurskipulagningu í Evrópu í fyrra og núna gengur líka mjög vel þar,“ segir Jón Sigurðsson.
ATP í Keflavík Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Sjá meira