Emil spilaði vel í nýrri stöðu á vellinum 8. nóvember 2007 00:01 Emil tekur hér hressilega á gulldrengnum Francesco Totti í leik Reggina og Roma í 3. umferð Serie A. nordicphotos/afp Ítalska liðið Reggina, sem Emil Hallfreðsson spilar með, stóð í stórræðum fyrir ekki margt löngu þegar knattspyrnustjórinn Massimo Ficcadenti var rekinn eftir að liðinu mistókst að vinna einn einasta leik af fyrstu tíu leikjunum í Serie A. Við starfinu tók reynsluboltinn Renzo Ulivieri, en hann hefur áður þjálfað víða í efstu deild á Ítalíu á löngum ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Ulivieri stýrði Reggina í fyrsta skipti um síðustu helgi þegar liðið sótti sjóðandi heitt lið Napoli heim og var nálægt því að innbyrða fyrsta sigur sinn á tímabilinu. Luca Vigiani, miðjumaður Reggina, kom liðinu yfir í byrjun síðari hálfleiks en heimamenn í Napoli jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Ulivieri sá ástæðu til þess að hrósa Emil Hallfreðssyni sérstaklega fyrir frammistöðu sína í leiknum eins og kom fram í viðtali hans við opinbera heimasíðu Reggina í leikslok. „Emil spilaði vel í nýrri stöðu sem hann hefur ekki verið vanur að spila í og ég hafði smávegis áhyggjur af í upphafi leiks, en hann vann vel þá vinnu sem ég setti honum fyrir,“ sagði Ulivieri ánægður. Emil bar nýjum knattspyrnustjóra sínum líka vel söguna þegar Fréttablaðið átti spjall við hann í gær. „Þetta er gríðarlega reyndur stjóri hér á Ítalíu og það er greinilegt að hann nýtur strax mikillar virðingar innan liðsins því hann er á stuttum tíma búinn að koma inn nýjum hugmyndum sem menn eru tilbúnir að hlusta á,“ sagði Emil og kvaðst einnig kunna vel við sig í nýrri stöðu á vellinum. „Mér hafði persónulega gengið vel á vinstri kantinum, en ég fann mig bara mjög vel fyrir aftan framherjana og komst mjög vel frá leiknum. Ég átti að passa sérstaklega upp á György Garics, varnarmiðjumann Napoli, sem byggir upp og stjórnar spilinu mikið til hjá liðinu og það gekk frábærlega hjá mér. Þetta endaði bara á því að hann var að elta mig. Nú verð ég bara að halda áfram á sömu braut og ég trúi ekki öðru en að fyrsti sigurinn fari að detta í hús hjá okkur,“ sagði Emil. - óþ Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Ítalska liðið Reggina, sem Emil Hallfreðsson spilar með, stóð í stórræðum fyrir ekki margt löngu þegar knattspyrnustjórinn Massimo Ficcadenti var rekinn eftir að liðinu mistókst að vinna einn einasta leik af fyrstu tíu leikjunum í Serie A. Við starfinu tók reynsluboltinn Renzo Ulivieri, en hann hefur áður þjálfað víða í efstu deild á Ítalíu á löngum ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Ulivieri stýrði Reggina í fyrsta skipti um síðustu helgi þegar liðið sótti sjóðandi heitt lið Napoli heim og var nálægt því að innbyrða fyrsta sigur sinn á tímabilinu. Luca Vigiani, miðjumaður Reggina, kom liðinu yfir í byrjun síðari hálfleiks en heimamenn í Napoli jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Ulivieri sá ástæðu til þess að hrósa Emil Hallfreðssyni sérstaklega fyrir frammistöðu sína í leiknum eins og kom fram í viðtali hans við opinbera heimasíðu Reggina í leikslok. „Emil spilaði vel í nýrri stöðu sem hann hefur ekki verið vanur að spila í og ég hafði smávegis áhyggjur af í upphafi leiks, en hann vann vel þá vinnu sem ég setti honum fyrir,“ sagði Ulivieri ánægður. Emil bar nýjum knattspyrnustjóra sínum líka vel söguna þegar Fréttablaðið átti spjall við hann í gær. „Þetta er gríðarlega reyndur stjóri hér á Ítalíu og það er greinilegt að hann nýtur strax mikillar virðingar innan liðsins því hann er á stuttum tíma búinn að koma inn nýjum hugmyndum sem menn eru tilbúnir að hlusta á,“ sagði Emil og kvaðst einnig kunna vel við sig í nýrri stöðu á vellinum. „Mér hafði persónulega gengið vel á vinstri kantinum, en ég fann mig bara mjög vel fyrir aftan framherjana og komst mjög vel frá leiknum. Ég átti að passa sérstaklega upp á György Garics, varnarmiðjumann Napoli, sem byggir upp og stjórnar spilinu mikið til hjá liðinu og það gekk frábærlega hjá mér. Þetta endaði bara á því að hann var að elta mig. Nú verð ég bara að halda áfram á sömu braut og ég trúi ekki öðru en að fyrsti sigurinn fari að detta í hús hjá okkur,“ sagði Emil. - óþ
Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira