Myrkraverk Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 14. nóvember 2007 00:01 Eftir því sem myrkur árstíðarinnar magnast, því dapurlegri verður þjóðfélagsumræðan. Fyrir bara örstuttu vorum við eiginlega best í heimi. Flestir uppteknir við allskonar útrás vítt og breitt og nýjar fréttir um yfirtökur í erlendum fyrirtækjum daglegt brauð. Rosalega var nú fyndið hvað Danir voru svekktir yfir sífelldum kaupum gömlu nýlenduþjóðarinnar á þeirra þekktustu fyrirtækjum. Loksins fengum við uppreisn æru eftir 14-2. Einhversstaðar rákum við samt tána í og það sem hæst ber þessa dagana er allt annars eðlis. Neytendaumræðan sem hingað til hefur einkum verið ljóslifandi í einum einasta talsmanni, verður sífellt þunglyndislegri eftir því sem dagarnir styttast. Frá því að vera íslenska víkingaþjóðin í alþjóðlegri stórsókn vöknum við skyndilega upp við þann vonda draum að vera kannski bara sjálf aðalbrandarinn. Hin gæfa sauðahjörð sem er hægt og rólega lokkuð spök og hrekklaus til slátrunar og rekur á leiðinni upp stöku meinlaust jarmur. Að útsendari neytendastofu hafi verið látinn ferðast með strætó við verðlagseftirlit segir meira er mörg orð um þann þunga sem neytendamál hafa haft. Korteri eftir að grunsemdir vakna um eiginlega frekar alvarlegt verðsamráð þeirra sem hafa tekið að sér að fóðra okkur, sofnar umræðan án þess að hafa vaknað. Málsaðilar hafna hinum svívirðilegu ásökunum og benda á yfirgengilega tolla og vörugjöld sem sökudólga dýrtíðarinnar. Það þarf ekki frekari vitnanna við og umsvifalaust fara fréttir að snúast um aðra hluti. Því á meðan bankarnir eru rétt að kyngja síðustu erlendu yfirtökunum kemur upp úr dúrnum að hin frábæru lánakjör til húsnæðiskaupa sem áttu að gera Íbúðalánasjóð með öllu óþarfan...ja, kannski voru þau oggulítið vanreiknuð. Sennilega er ágætt eftir allt saman að Íbúðalánasjóður var ekki lagður niður í bjartsýniskastinu þarna um árið. Í öllu volæðinu er samt rosalega gott að geta hugsað um eitthvað annað. Á meðan fjöldinn allur mætir enn í svefnpokanum daginn fyrir opnun stórverslunar með leikföng, bara tveimur vikum eftir opnun síðustu stórverslunar með leikföng, er ljóst að það sem íslensk heimili vantar helst af öllu er meira dót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Eftir því sem myrkur árstíðarinnar magnast, því dapurlegri verður þjóðfélagsumræðan. Fyrir bara örstuttu vorum við eiginlega best í heimi. Flestir uppteknir við allskonar útrás vítt og breitt og nýjar fréttir um yfirtökur í erlendum fyrirtækjum daglegt brauð. Rosalega var nú fyndið hvað Danir voru svekktir yfir sífelldum kaupum gömlu nýlenduþjóðarinnar á þeirra þekktustu fyrirtækjum. Loksins fengum við uppreisn æru eftir 14-2. Einhversstaðar rákum við samt tána í og það sem hæst ber þessa dagana er allt annars eðlis. Neytendaumræðan sem hingað til hefur einkum verið ljóslifandi í einum einasta talsmanni, verður sífellt þunglyndislegri eftir því sem dagarnir styttast. Frá því að vera íslenska víkingaþjóðin í alþjóðlegri stórsókn vöknum við skyndilega upp við þann vonda draum að vera kannski bara sjálf aðalbrandarinn. Hin gæfa sauðahjörð sem er hægt og rólega lokkuð spök og hrekklaus til slátrunar og rekur á leiðinni upp stöku meinlaust jarmur. Að útsendari neytendastofu hafi verið látinn ferðast með strætó við verðlagseftirlit segir meira er mörg orð um þann þunga sem neytendamál hafa haft. Korteri eftir að grunsemdir vakna um eiginlega frekar alvarlegt verðsamráð þeirra sem hafa tekið að sér að fóðra okkur, sofnar umræðan án þess að hafa vaknað. Málsaðilar hafna hinum svívirðilegu ásökunum og benda á yfirgengilega tolla og vörugjöld sem sökudólga dýrtíðarinnar. Það þarf ekki frekari vitnanna við og umsvifalaust fara fréttir að snúast um aðra hluti. Því á meðan bankarnir eru rétt að kyngja síðustu erlendu yfirtökunum kemur upp úr dúrnum að hin frábæru lánakjör til húsnæðiskaupa sem áttu að gera Íbúðalánasjóð með öllu óþarfan...ja, kannski voru þau oggulítið vanreiknuð. Sennilega er ágætt eftir allt saman að Íbúðalánasjóður var ekki lagður niður í bjartsýniskastinu þarna um árið. Í öllu volæðinu er samt rosalega gott að geta hugsað um eitthvað annað. Á meðan fjöldinn allur mætir enn í svefnpokanum daginn fyrir opnun stórverslunar með leikföng, bara tveimur vikum eftir opnun síðustu stórverslunar með leikföng, er ljóst að það sem íslensk heimili vantar helst af öllu er meira dót.