Hottar og tottar Þráinn Bertelsson skrifar 26. nóvember 2007 06:30 Á Mörlandi er athyglisvert stjórnarfar. Þar fer minnihlutahópur Totta með völdin og peningana og hefur gert það svo lengi sem elstu menn muna. Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er Hottar en þeir hafa ekki náð að sameinast vegna illskeyttrar deilu um hvort róttækara sé að vera með græn bindi eða rauð í sjónvarpi og hvort allt tal um fína styrki hjá Evrópusambandinu sé auglýsingabrella. Einstakir Hottahópar, einkum Fjósahottarnir, eru illa þokkaðir fyrir að hafa látið Tottana nota sig til að halda völdum í skiptum fyrir afnot af ráðherrastólum, ráðherrabílum og 300 flugmiðum á Saga Class. Nú eru Fjósahottar í útrýmingarhættu og Hottafylkingin búin að hrifsa til sín stólana og flugmiðana. HOTTAR OG TOTTAR nota ekki sama gjaldmiðil. Hottarnir vinna ýmsa vinnu en Tottarnir vinna við að totta Hottana. Tottarnir reikna totttekjur í evrum, en Hottarnir skuldir sínar í íslenskum krónum sem eru leifar af gjaldmiðli frá lokum nýlendutímans. Til að sannfæra Hottana um yfirskilvitlegt gildi krónunnar hefur verið fundin upp trúarleg vísitölutrygging sem felst í því að skuldir vaxa í stað þess að lækka við afborganir. Með þessu móti gerist það kraftaverk að Hottarnir borga sama lánið allt að sex sinnum ef þeir lifa nógu lengi, og leitun er á jafn dásamlegu kraftaverki í veraldarsögunni. TOTTARNIR EIGA ALLT á Mörlandi nema húsnæðið Hottanna. Það eiga bankarnir. Bankar eru mjaltavélar sem Tottarnir nota til að totta Hottana. Í hvert sinn sem Hotti bregður kreditkorti á loft er hann tottaður. Í hvert sinn sem hann fær sendan reikning er hann tottaður fyrir að fá að vita hvað hann á að borga. Fleiri tott-maskínur eru að sjálfsögðu í gangi til að hámarka nytina úr Hottunum. Þótt mjaltatíminn sé langur finnst mörgum Hottum ekki slæmt að láta totta sig. Þeir fá að horfa á sjónvarp eftir mjaltir og panta sér pitsu og skvetta í sig um helgar. AÐSKILNAÐARSTEFNA eða apartheid þekkist ekki á Mörlandi. Þar eru allir jafnir. Hottarnir þekkja ekkert annað en að láta Tottana totta sig, enda er það vafamál hvort beljur í nútímafjósum búi við betra atlæti og lífskjör en Hottarnir - og ekki hafa þær kosningarétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun
Á Mörlandi er athyglisvert stjórnarfar. Þar fer minnihlutahópur Totta með völdin og peningana og hefur gert það svo lengi sem elstu menn muna. Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er Hottar en þeir hafa ekki náð að sameinast vegna illskeyttrar deilu um hvort róttækara sé að vera með græn bindi eða rauð í sjónvarpi og hvort allt tal um fína styrki hjá Evrópusambandinu sé auglýsingabrella. Einstakir Hottahópar, einkum Fjósahottarnir, eru illa þokkaðir fyrir að hafa látið Tottana nota sig til að halda völdum í skiptum fyrir afnot af ráðherrastólum, ráðherrabílum og 300 flugmiðum á Saga Class. Nú eru Fjósahottar í útrýmingarhættu og Hottafylkingin búin að hrifsa til sín stólana og flugmiðana. HOTTAR OG TOTTAR nota ekki sama gjaldmiðil. Hottarnir vinna ýmsa vinnu en Tottarnir vinna við að totta Hottana. Tottarnir reikna totttekjur í evrum, en Hottarnir skuldir sínar í íslenskum krónum sem eru leifar af gjaldmiðli frá lokum nýlendutímans. Til að sannfæra Hottana um yfirskilvitlegt gildi krónunnar hefur verið fundin upp trúarleg vísitölutrygging sem felst í því að skuldir vaxa í stað þess að lækka við afborganir. Með þessu móti gerist það kraftaverk að Hottarnir borga sama lánið allt að sex sinnum ef þeir lifa nógu lengi, og leitun er á jafn dásamlegu kraftaverki í veraldarsögunni. TOTTARNIR EIGA ALLT á Mörlandi nema húsnæðið Hottanna. Það eiga bankarnir. Bankar eru mjaltavélar sem Tottarnir nota til að totta Hottana. Í hvert sinn sem Hotti bregður kreditkorti á loft er hann tottaður. Í hvert sinn sem hann fær sendan reikning er hann tottaður fyrir að fá að vita hvað hann á að borga. Fleiri tott-maskínur eru að sjálfsögðu í gangi til að hámarka nytina úr Hottunum. Þótt mjaltatíminn sé langur finnst mörgum Hottum ekki slæmt að láta totta sig. Þeir fá að horfa á sjónvarp eftir mjaltir og panta sér pitsu og skvetta í sig um helgar. AÐSKILNAÐARSTEFNA eða apartheid þekkist ekki á Mörlandi. Þar eru allir jafnir. Hottarnir þekkja ekkert annað en að láta Tottana totta sig, enda er það vafamál hvort beljur í nútímafjósum búi við betra atlæti og lífskjör en Hottarnir - og ekki hafa þær kosningarétt.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun