Viðskipti innlent

Kröfum um úrbætur fjölgar mikið

Ingimar Karl Helgason skrifar
Jónas Fr. Jónsson Forstjóri FME.
Jónas Fr. Jónsson Forstjóri FME.

Þar kemur jafnframt fram að vettvangsathugunum fækkar um næstum tíu en athygli vekur að athugasemdum, ábendingum og kröfum FME um úrbætur fjölgar um næstum 100 milli ára.

Þá lagði stofnunin töluvert fleiri dagsektir á fyrirtæki en árið á undan. Um 250 aðilar lúta eftirliti FME.

FME sendi ekkert mál til Ríkislögreglustjórans á síðasta tímabili, en fimm mál fóru þangað árið á undan.

Átján umsóknir bárust FME um virkan eignarhlut í sjö fjármálafyrirtækjum. Einni umsókn var synjað þar sem viðkomandi hefði ítrekað brotið lög. Í sjö tilvikum breyttist eignarhald áður en samþykki FME fyrir virkum hlut lá fyrir.

Lánastofnanir taka um helming af starfstíma fjármálaeftirlitsins. Þá fer næstum fimmtungur starfstímans í vátryggingar og annað eins í lífeyrissjóðina. Raunar varði FME töluvert meiri tíma í rekstrarfélög verðbréfasjóða en á síðasta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×