Engin aðstaða fyrir börnin Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 19. desember 2007 00:01 Mörg fyrirtæki hér á landi hafa skýra stefnu um sveigjanleika gagnvart barnafólki. Stundum kemur fyrir að starfsfólk fyrirtækjanna þurfi að koma með börnin með sér í vinnuna. Aðstaðan fyrir þau er hins vegar af skornum skammti. Markaðurinn/GVA Við eigum góða að,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri greiningar Glitnis. Hann á fjögur börn, allt frá sex mánaða til ellefu ára, og er eiginkona hans í fæðingarorlofi. Sjálfur tók hann gott fæðingarorlof í sumar. „Lykillinn fyrir mann eins og mig er að hafa borið gæfu til að eiga konu sem er heimavinnandi eins og er og hefur verið í störfum með sveigjanlegan vinnutíma. Álagið á konuna mína er engu að síður miklu meira en á mig. Það er heljarinnar vinna,“ segir Almar, sem ferðast mikið til útlanda í tengslum við vinnuna. „En ég reyni að gera mitt besta, bæði að morgni dags og þegar eitthvað kemur upp á,“ segir hann en bætir við að mikilvægt sé að eiga góðan bakhjarl í öfum og ömmum barnanna. „Annars yrði þetta mjög erfitt.“ Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Póstsins, tekur í sama streng. Nokkrum sinnum komi fyrir að sjö ára sonur hennar þurfi að vera heima, svo sem á starfsdögum, í vetrarfríum og svo framvegis. „Hann á góðan afa og ömmu sem eru hætt að vinna og oft er hann þar,“ segir hún en bætir við að vetrarfrí, sem eru tvisvar á ári og ná yfir fimmtudaga og föstudaga, nýti fjölskyldan betur. „Þá nýtum við hluta af sumarfríunum okkar og förum eitthvert, skiptum um umhverfi og förum í bústað, út á land eða til útlanda,“ segir hún. Þau Almar og Katrín segja það skýrt markmið hjá fyrirtækjum sínum að barnafólk hafi sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni og börnum. Oft komi fyrir að börn sjáist á vinnustaðnum. Almar tekur þó fram að það gerist iðulega utan háannatíma, oftast eftir lokun markaða klukkan fjögur. „Þetta er yfirleitt í skemmri tíma til að brúa ákveðið bil,“ segir Katrín. Þau segja bæði aðstöðuna hins vegar litla fyrir börn en í besta falli geti þau sest niður við tölvu og horft þar á mynddisk eða litað í bók. Þetta er í samræmi við það sem stjórnendur og starfsmenn annarra fyrirtækja sögðu í samtali við Markaðinn en mörg fyrirtæki, svo sem bankarnir og Pósturinn, fengu aðkeypta gæslu fyrir börn þegar verkföll voru í skólum fyrir nokkrum árum. Fá ef engin leikföng eru hins vegar til staðar fyrir börnin nema ef vera skyldi í húsakynnum Capacent en þar má finna dótakassa, að því er næst verður komist. Héðan og þaðan Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Við eigum góða að,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri greiningar Glitnis. Hann á fjögur börn, allt frá sex mánaða til ellefu ára, og er eiginkona hans í fæðingarorlofi. Sjálfur tók hann gott fæðingarorlof í sumar. „Lykillinn fyrir mann eins og mig er að hafa borið gæfu til að eiga konu sem er heimavinnandi eins og er og hefur verið í störfum með sveigjanlegan vinnutíma. Álagið á konuna mína er engu að síður miklu meira en á mig. Það er heljarinnar vinna,“ segir Almar, sem ferðast mikið til útlanda í tengslum við vinnuna. „En ég reyni að gera mitt besta, bæði að morgni dags og þegar eitthvað kemur upp á,“ segir hann en bætir við að mikilvægt sé að eiga góðan bakhjarl í öfum og ömmum barnanna. „Annars yrði þetta mjög erfitt.“ Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Póstsins, tekur í sama streng. Nokkrum sinnum komi fyrir að sjö ára sonur hennar þurfi að vera heima, svo sem á starfsdögum, í vetrarfríum og svo framvegis. „Hann á góðan afa og ömmu sem eru hætt að vinna og oft er hann þar,“ segir hún en bætir við að vetrarfrí, sem eru tvisvar á ári og ná yfir fimmtudaga og föstudaga, nýti fjölskyldan betur. „Þá nýtum við hluta af sumarfríunum okkar og förum eitthvert, skiptum um umhverfi og förum í bústað, út á land eða til útlanda,“ segir hún. Þau Almar og Katrín segja það skýrt markmið hjá fyrirtækjum sínum að barnafólk hafi sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni og börnum. Oft komi fyrir að börn sjáist á vinnustaðnum. Almar tekur þó fram að það gerist iðulega utan háannatíma, oftast eftir lokun markaða klukkan fjögur. „Þetta er yfirleitt í skemmri tíma til að brúa ákveðið bil,“ segir Katrín. Þau segja bæði aðstöðuna hins vegar litla fyrir börn en í besta falli geti þau sest niður við tölvu og horft þar á mynddisk eða litað í bók. Þetta er í samræmi við það sem stjórnendur og starfsmenn annarra fyrirtækja sögðu í samtali við Markaðinn en mörg fyrirtæki, svo sem bankarnir og Pósturinn, fengu aðkeypta gæslu fyrir börn þegar verkföll voru í skólum fyrir nokkrum árum. Fá ef engin leikföng eru hins vegar til staðar fyrir börnin nema ef vera skyldi í húsakynnum Capacent en þar má finna dótakassa, að því er næst verður komist.
Héðan og þaðan Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun