Engin aðstaða fyrir börnin Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 19. desember 2007 00:01 Mörg fyrirtæki hér á landi hafa skýra stefnu um sveigjanleika gagnvart barnafólki. Stundum kemur fyrir að starfsfólk fyrirtækjanna þurfi að koma með börnin með sér í vinnuna. Aðstaðan fyrir þau er hins vegar af skornum skammti. Markaðurinn/GVA Við eigum góða að,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri greiningar Glitnis. Hann á fjögur börn, allt frá sex mánaða til ellefu ára, og er eiginkona hans í fæðingarorlofi. Sjálfur tók hann gott fæðingarorlof í sumar. „Lykillinn fyrir mann eins og mig er að hafa borið gæfu til að eiga konu sem er heimavinnandi eins og er og hefur verið í störfum með sveigjanlegan vinnutíma. Álagið á konuna mína er engu að síður miklu meira en á mig. Það er heljarinnar vinna,“ segir Almar, sem ferðast mikið til útlanda í tengslum við vinnuna. „En ég reyni að gera mitt besta, bæði að morgni dags og þegar eitthvað kemur upp á,“ segir hann en bætir við að mikilvægt sé að eiga góðan bakhjarl í öfum og ömmum barnanna. „Annars yrði þetta mjög erfitt.“ Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Póstsins, tekur í sama streng. Nokkrum sinnum komi fyrir að sjö ára sonur hennar þurfi að vera heima, svo sem á starfsdögum, í vetrarfríum og svo framvegis. „Hann á góðan afa og ömmu sem eru hætt að vinna og oft er hann þar,“ segir hún en bætir við að vetrarfrí, sem eru tvisvar á ári og ná yfir fimmtudaga og föstudaga, nýti fjölskyldan betur. „Þá nýtum við hluta af sumarfríunum okkar og förum eitthvert, skiptum um umhverfi og förum í bústað, út á land eða til útlanda,“ segir hún. Þau Almar og Katrín segja það skýrt markmið hjá fyrirtækjum sínum að barnafólk hafi sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni og börnum. Oft komi fyrir að börn sjáist á vinnustaðnum. Almar tekur þó fram að það gerist iðulega utan háannatíma, oftast eftir lokun markaða klukkan fjögur. „Þetta er yfirleitt í skemmri tíma til að brúa ákveðið bil,“ segir Katrín. Þau segja bæði aðstöðuna hins vegar litla fyrir börn en í besta falli geti þau sest niður við tölvu og horft þar á mynddisk eða litað í bók. Þetta er í samræmi við það sem stjórnendur og starfsmenn annarra fyrirtækja sögðu í samtali við Markaðinn en mörg fyrirtæki, svo sem bankarnir og Pósturinn, fengu aðkeypta gæslu fyrir börn þegar verkföll voru í skólum fyrir nokkrum árum. Fá ef engin leikföng eru hins vegar til staðar fyrir börnin nema ef vera skyldi í húsakynnum Capacent en þar má finna dótakassa, að því er næst verður komist. Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Við eigum góða að,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri greiningar Glitnis. Hann á fjögur börn, allt frá sex mánaða til ellefu ára, og er eiginkona hans í fæðingarorlofi. Sjálfur tók hann gott fæðingarorlof í sumar. „Lykillinn fyrir mann eins og mig er að hafa borið gæfu til að eiga konu sem er heimavinnandi eins og er og hefur verið í störfum með sveigjanlegan vinnutíma. Álagið á konuna mína er engu að síður miklu meira en á mig. Það er heljarinnar vinna,“ segir Almar, sem ferðast mikið til útlanda í tengslum við vinnuna. „En ég reyni að gera mitt besta, bæði að morgni dags og þegar eitthvað kemur upp á,“ segir hann en bætir við að mikilvægt sé að eiga góðan bakhjarl í öfum og ömmum barnanna. „Annars yrði þetta mjög erfitt.“ Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Póstsins, tekur í sama streng. Nokkrum sinnum komi fyrir að sjö ára sonur hennar þurfi að vera heima, svo sem á starfsdögum, í vetrarfríum og svo framvegis. „Hann á góðan afa og ömmu sem eru hætt að vinna og oft er hann þar,“ segir hún en bætir við að vetrarfrí, sem eru tvisvar á ári og ná yfir fimmtudaga og föstudaga, nýti fjölskyldan betur. „Þá nýtum við hluta af sumarfríunum okkar og förum eitthvert, skiptum um umhverfi og förum í bústað, út á land eða til útlanda,“ segir hún. Þau Almar og Katrín segja það skýrt markmið hjá fyrirtækjum sínum að barnafólk hafi sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni og börnum. Oft komi fyrir að börn sjáist á vinnustaðnum. Almar tekur þó fram að það gerist iðulega utan háannatíma, oftast eftir lokun markaða klukkan fjögur. „Þetta er yfirleitt í skemmri tíma til að brúa ákveðið bil,“ segir Katrín. Þau segja bæði aðstöðuna hins vegar litla fyrir börn en í besta falli geti þau sest niður við tölvu og horft þar á mynddisk eða litað í bók. Þetta er í samræmi við það sem stjórnendur og starfsmenn annarra fyrirtækja sögðu í samtali við Markaðinn en mörg fyrirtæki, svo sem bankarnir og Pósturinn, fengu aðkeypta gæslu fyrir börn þegar verkföll voru í skólum fyrir nokkrum árum. Fá ef engin leikföng eru hins vegar til staðar fyrir börnin nema ef vera skyldi í húsakynnum Capacent en þar má finna dótakassa, að því er næst verður komist.
Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira