Juventus sagt hafa áhuga á Crouch

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að stórlið Juventus í B-deildinni hafi áhuga á að kaupa enska landsliðsmanninn Peter Crouch frá Liverpool, hugsanlega til að fylla skarð hins franska David Trezeguet sem vitað er að vilji fara frá Tórínóliðinu.