Tomlinson bestur í NFL

LaDanian Tomlinson hjá San Diego Chargers var í dag valinn verðmætasti leikmaðurinn í NFL deildinni eftir ótrúlegt tímabil þar sem hann sló m.a. metið í snertimörkum með því að skora 31 slíkt. Það var nefnd íþróttafréttamanna sem stóð að valinu og hlaut Tomlinson 44 af 50 atkvæðum.