Sainz í forystu í Dakar
Fyrrum heimsmeistarinn í rallakstri, Spánverjinn Carlos Sainz, hefur forystu að loknum öðrum degi í París-Dakar rallinu sem nú er farið á fullt. Sainz ekur á Volkswagen. Í vélhjólaflokki er það portúgalski ökuþórinn Helder Rodrigues sem hefur forystu. Ekið var frá Portúgal til Malaga á Spáni, en næst verður ekið í Marokkó í Afríku.