Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út uppfært verðmat á stoðtækjafyrirtækinu Össuri samhliða birtingu afkomuspár fyrir fjórða ársfjórðung. Deildin spáir því að Össur muni skila þriggja milljóna dala eða 217,6 milljóna króna tapi á fjórða ársfjórðungi með fyrirvörum. Bankinn mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í stoðtækjafyrirtækinu.
Greiningardeildin bendir á í verðmati sínu að Össur hafi rétt fyrir jólin keypt franska félagið Gibaud og verði fjórði ársfjórðungur litaður af kostnaði vegna endurskipulagningar félagsins. Sé gert ráð fyrir að samþætting annarra fyrirtækja í samstæðunni hafi einnig tekið sinn toll á fjórðungnum. Séu kaupin til þess fallin að auka virði Össurar. Þau muni hins vegar hafa neikvæð áhrif á afkomu félagsins til skamms tíma en vakin er athygli á því að nokkur óvissa ríki um skattfærslu í fjórðungnum sem getur haft veruleg áhrif á endanlegan hagnað.
Greiningadeildin gefur verðmatsgengi Össurar 124,1 krónur á hlut sem er hækkun úr 120 krónum í síðasta verðmati auk þess sem deildin hækkar tólf mánaða markgengi í 137 krónur á hlut sem er 7 króna hækkun frá fyrra mati.
„Við breytum nú ráðgjöf okkar og mælum með því að fjárfestar kaupi (Buy) bréf í Össuri í stað fyrri ráðgjafar um að auka við sig í félaginu (Accumulate)," segir í verðmatinu.
Verðmat Kaupþings á Össuri
Kaupþing með nýtt verðmat á Össuri

Mest lesið


Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent

Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum
Viðskipti erlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Um forvitna yfirmanninn
Atvinnulíf

Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista
Viðskipti innlent

Kaffi heldur áfram að hækka í verði
Neytendur
