Federer segir Nadal að breyta um stíl 14. janúar 2007 17:04 Rafael Nadal og Roger Federer er ágætlega til vina, enda hafa þeir oft mæst á tennisvellinum í gegnum tíðina auk þess sem þeir eru báðir á stórum auglýsingasamning við Nike-íþróttavörufyrirtækið. MYND/AFP Svissneski tennisspilarinn Roger Federer telur að sinn helsti keppinautur, Spánverjinn Rafael Nadal, þurfi að breyta leikstíl sínum til að bæta sig sem tennisspilari í nánustu framtíð. Federer lætur ummælin falla aðeins degi áður en Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst, þar sem flestir spá því að Nadal geti helst veitt þeim svissneska einhverja keppni. Nadal hefur átt við álagsmeiðsli að stríða í læri og var um stund tvísýnt hvort hann gæti tekið þátt í mótinu í Ástralíu. Hinn tvítugi Spánverji hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé "100% klár í slaginn" og stefni ótrauður á sigur í mótinu. Federer sagðist aðspurður að meiðsli Nadal kæmu sér ekki á óvart þar sem líkamsbeiting hans sé heldur vafasöm. "Nadal er mjög kraftmikill og slær boltann af miklu afli. Hann er ótrúlega sterkur í líkamanum en hann er takmarkaður sem spilari," sagði Federer og skaut léttum skotum að keppinauti sínum. "Ég held að á næstu árum munum við sjá hann aðlaga og þróa stíl sinn þannig að hann leggi minni áherslu á kraftinn. Hann er ennþá ungur og hefur tíma til að vinna í sínum leik. Hann þarf að sækja meira að netinu, bæta bakhöndina og fleira í þeim dúr. Stóra spurningin er hins vegar hvort hann verði betri spilari í framhaldinu," sagði Federer einnig. Erlendar Íþróttir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Svissneski tennisspilarinn Roger Federer telur að sinn helsti keppinautur, Spánverjinn Rafael Nadal, þurfi að breyta leikstíl sínum til að bæta sig sem tennisspilari í nánustu framtíð. Federer lætur ummælin falla aðeins degi áður en Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst, þar sem flestir spá því að Nadal geti helst veitt þeim svissneska einhverja keppni. Nadal hefur átt við álagsmeiðsli að stríða í læri og var um stund tvísýnt hvort hann gæti tekið þátt í mótinu í Ástralíu. Hinn tvítugi Spánverji hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé "100% klár í slaginn" og stefni ótrauður á sigur í mótinu. Federer sagðist aðspurður að meiðsli Nadal kæmu sér ekki á óvart þar sem líkamsbeiting hans sé heldur vafasöm. "Nadal er mjög kraftmikill og slær boltann af miklu afli. Hann er ótrúlega sterkur í líkamanum en hann er takmarkaður sem spilari," sagði Federer og skaut léttum skotum að keppinauti sínum. "Ég held að á næstu árum munum við sjá hann aðlaga og þróa stíl sinn þannig að hann leggi minni áherslu á kraftinn. Hann er ennþá ungur og hefur tíma til að vinna í sínum leik. Hann þarf að sækja meira að netinu, bæta bakhöndina og fleira í þeim dúr. Stóra spurningin er hins vegar hvort hann verði betri spilari í framhaldinu," sagði Federer einnig.
Erlendar Íþróttir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira