Federer valtaði yfir Roddick og er kominn í úrslit
Tenniskappinn Roger Federer sýndi úr hverju hann er gerður í morgun þegar hann vann yfirburðasigur á Bandaríkjamanninum Andy Roddick í undanúrslitum opna ástralska meistaramótsins 6-4, 6-0 og 6-2. Roddick náði 4-3 forystu í fyrsta settinu, en var aðeins áhorfandi eftir það þar sem Federer stormaði áfram og vann leikinn á klukkustund og 23 mínútum.