Tiger nálgast efstu menn 28. janúar 2007 14:30 Tiger Woods spilaði í bláu í gær. Hann mun væntanlega skipta yfir í rauða litinn fyrir lokaslaginn í kvöld. MYND/Getty Eftir slæma byrjun á Buick International mótinu í golfi sem fram fer í San Diego um helgina er Tiger Woods kominn í hóp efstu manna fyrir lokadag mótsins. Nýliðarnir Andrew Buckle and Brandt Snedeker eru saman í efsta sæti en Woods er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir nýliðunum. Sýnt verður beint frá lokaslagnum á Sýn í kvöld. Þeir Buckle og Snedeker hafa báðir leikið samtals á 11 höggum undir pari en í þriðja sæti er Kevin Sutherland á 10 höggum undir pari. Tiger er í fjórða sæti ásamt fjórum öðrum keppendum á 9 höggum undir pari. "Ég er mjög ánægðastur með að sleppa við að vera í ráshóp með Tiger á lokadeginum," sagði Snedeker við fjölmiðla eftir þriðja keppnisdag í nótt og glotti. Buckle tók í sama streng og sagði að pressan við að vera með Tiger í ráshóp hefði hugsanlega verið yfirþyrmandi. "Við erum náttúrulega bara kjúklingar sem höfum horft á snilli Tigers í mörg ár. Ég er eiginlega feginn að hann sé í fjórða sæti en ekki því þriðja," sagði Snedeker. Tiger hefur unnið Buick-mótið síðustu tvö ár og kveðst staðráðinn í að verja titilinn. "Ég verð betri og betri með hverjum deginum og held að ég eigi góða möguleika á sigri. Ég mun gera mitt besta á lokadeginum," sagði Tiger. Golf Íþróttir Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Eftir slæma byrjun á Buick International mótinu í golfi sem fram fer í San Diego um helgina er Tiger Woods kominn í hóp efstu manna fyrir lokadag mótsins. Nýliðarnir Andrew Buckle and Brandt Snedeker eru saman í efsta sæti en Woods er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir nýliðunum. Sýnt verður beint frá lokaslagnum á Sýn í kvöld. Þeir Buckle og Snedeker hafa báðir leikið samtals á 11 höggum undir pari en í þriðja sæti er Kevin Sutherland á 10 höggum undir pari. Tiger er í fjórða sæti ásamt fjórum öðrum keppendum á 9 höggum undir pari. "Ég er mjög ánægðastur með að sleppa við að vera í ráshóp með Tiger á lokadeginum," sagði Snedeker við fjölmiðla eftir þriðja keppnisdag í nótt og glotti. Buckle tók í sama streng og sagði að pressan við að vera með Tiger í ráshóp hefði hugsanlega verið yfirþyrmandi. "Við erum náttúrulega bara kjúklingar sem höfum horft á snilli Tigers í mörg ár. Ég er eiginlega feginn að hann sé í fjórða sæti en ekki því þriðja," sagði Snedeker. Tiger hefur unnið Buick-mótið síðustu tvö ár og kveðst staðráðinn í að verja titilinn. "Ég verð betri og betri með hverjum deginum og held að ég eigi góða möguleika á sigri. Ég mun gera mitt besta á lokadeginum," sagði Tiger.
Golf Íþróttir Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira