Þjóðverjar hafa yfir, 26-17, þegar rétt rúmur stundarfjórðungur er eftir af viðureign þeirra við Íslendinga sem nú stendur yfir á HM. Þjóðverjar hafa smá saman aukið við forskot sitt þrátt fyrir að Íslendingar hafi að mestu stillt upp sínu sterkasta liði í síðari hálfleik.
Staðan í hálfleik var 17-11, Þjóðverjum í vil, eftir að Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hafi að mestu leyti hvílt lykilmenn íslenska liðsins í fyrri hálfleik.