Sveinn Elías Elíasson, spretthlaupari úr Fjölni, bætti í dag eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi karla á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem nú stendur yfir í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveinn Elías kom í mark á 21,96 sekúndum.
Gamla metið hans Sveins var 22,15 sekúndur og er því ljóst að um umtalsverða bætingu er að ræða. Þess má geta að Sveinn Elías er aðeins 18 ára gamall.