"Það náðist að bjarga þessu fyrir horn og þetta ekki merkilegur leikur hjá okkur hér í dag.. Hvorki í vörn né sókn," sagði línumaðurinn Vignir Svavarsson sem náði sér ekki alveg á strik gegn Þjóðverjum í dag.
"Menn lögðu upp með að hafa gaman af þessu og það tókst næstum því. Það var gaman að sjá Markús. Annars var æði að spila í þessari umgjörð og þetta er toppurinn í þessu sporti."