Stóðhesta TÖLT veisla á fimmtudaginn! 12. febrúar 2007 07:22 Meistaradeild VÍS heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld með sannkallaðri töltveislu. Heyrst hefur að nokkrir af bestu stóðhestum landsins muni etja kappi ásamt ekki síðri geldingum og hryssum. Hulda Gústafsdóttir sigraði þessa keppni í fyrra en hún er á nýjum hesti í ár þar sem List frá Vakursstöðum hefur fært sig til annarra starfa ekki síður göfugra. Hulda hyggst tefla fram stóðhestinum Völsungi frá Reykjavík sem m.a. sigraði töltið á Suðurlandsmótinu í fyrra. Sigurvegari fjórgangsins í ár og Meistaradeildar VÍS í fyrra er Atli Guðmundsson og hann ætlar að koma með Dynjanda frá Dalvík í töltið. Dynjandi fór á kostum í fjórgangnum þar sem hann sigraði Þorvald Árna og Rökkva frá Hárlaugsstöðum eftir bráðabana. Atli lét þau orð falla að loknum fjórgangnum að hann ætlaði sér að vinna töltið einnig. Þorvaldur Árni segist bíða með tilhlökkun eftir töltinu og ekki er talið líklegt að hann ætli að láta Atla vinna sig tvisvar í röð. Þorri er kominn með nýjan keppnishest í tölti en taldi þó líklegra að hann kæmi með Rökkva á fimmtudaginn þó ekki sé útilokað að hann skipti um skoðun þegar nær dregur. Ekki náðist í Sigurð Sigurðarson en hann hefur sést við æfingar á Ingólfshvoli á Freyði frá Hafsteinsstöðum og Hyllingu frá Kimbastöðum sem gerði töltgarðinn frægan á sínum yngri árum. En eins og flestir vita er Siggi með fullt hús gæðinga og því vonlaust að slá því föstu hvað hann dregur út þegar á hólminn er komið. Viðar Ingólfsson kemur að öllum líkindum með Tuma frá Stóra-Hofi sem ekki er þörf á að kynna hér frekar. En það er óhætt að spá fyrir um veislu á fimmtudagskvöld og samkvæmt óspurðum fréttum gætu hestar eins og Grunur frá Oddhóli, Markús frá Langholtsparti, Melódía frá Möðrufelli, Leiknir frá Vakursstöðum og fleiri glatt augu í Ölfushöll, en ráslisti verður birtur á miðvikudag. Töltið fer fram á Ingólfshvoli sem fyrr og hefjast leikar klukkan 19.30, B-úrslit fara fram klukkan 21.15 og A-úrslitin klukkan 22.00 Hægt verður að kaupa ársmiða á 3.500 krónur sem gildir út deildina. Hestar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Meistaradeild VÍS heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld með sannkallaðri töltveislu. Heyrst hefur að nokkrir af bestu stóðhestum landsins muni etja kappi ásamt ekki síðri geldingum og hryssum. Hulda Gústafsdóttir sigraði þessa keppni í fyrra en hún er á nýjum hesti í ár þar sem List frá Vakursstöðum hefur fært sig til annarra starfa ekki síður göfugra. Hulda hyggst tefla fram stóðhestinum Völsungi frá Reykjavík sem m.a. sigraði töltið á Suðurlandsmótinu í fyrra. Sigurvegari fjórgangsins í ár og Meistaradeildar VÍS í fyrra er Atli Guðmundsson og hann ætlar að koma með Dynjanda frá Dalvík í töltið. Dynjandi fór á kostum í fjórgangnum þar sem hann sigraði Þorvald Árna og Rökkva frá Hárlaugsstöðum eftir bráðabana. Atli lét þau orð falla að loknum fjórgangnum að hann ætlaði sér að vinna töltið einnig. Þorvaldur Árni segist bíða með tilhlökkun eftir töltinu og ekki er talið líklegt að hann ætli að láta Atla vinna sig tvisvar í röð. Þorri er kominn með nýjan keppnishest í tölti en taldi þó líklegra að hann kæmi með Rökkva á fimmtudaginn þó ekki sé útilokað að hann skipti um skoðun þegar nær dregur. Ekki náðist í Sigurð Sigurðarson en hann hefur sést við æfingar á Ingólfshvoli á Freyði frá Hafsteinsstöðum og Hyllingu frá Kimbastöðum sem gerði töltgarðinn frægan á sínum yngri árum. En eins og flestir vita er Siggi með fullt hús gæðinga og því vonlaust að slá því föstu hvað hann dregur út þegar á hólminn er komið. Viðar Ingólfsson kemur að öllum líkindum með Tuma frá Stóra-Hofi sem ekki er þörf á að kynna hér frekar. En það er óhætt að spá fyrir um veislu á fimmtudagskvöld og samkvæmt óspurðum fréttum gætu hestar eins og Grunur frá Oddhóli, Markús frá Langholtsparti, Melódía frá Möðrufelli, Leiknir frá Vakursstöðum og fleiri glatt augu í Ölfushöll, en ráslisti verður birtur á miðvikudag. Töltið fer fram á Ingólfshvoli sem fyrr og hefjast leikar klukkan 19.30, B-úrslit fara fram klukkan 21.15 og A-úrslitin klukkan 22.00 Hægt verður að kaupa ársmiða á 3.500 krónur sem gildir út deildina.
Hestar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum