Ísland er í fjórða sæti af 124 þjóðum varðandi samkeppnishæfni í ferðaþjónustu samkvæmt könnun Alþjóða efnahagsstofnunarinnar WEF. Sviss er í efsta sæti af þeim þjóðum sem taka þátt, þá Austurríki og svo Þýskaland í því þriðja. Bandaríkin koma næst á eftir Íslandi.
Iðntæknistofnun er samstarfsaðili stofnunarinnar en WEF er í farabroddi rannsókna á samkeppnishæfni landa. WEF reiknar meðal annars svonefnda samkeppnisvísitölu ferðaþjónustunnar fyrir hvert land. Markmiðið er að öðlast betri skilning á því hvers vegna sum lönd verða efnahagslega sterk, en önnur sitja eftir eins og segir í fréttatilkynningu frá Iðntæknistofnun.
Í könnuninni er Danmörk í 11. sæti listans, Finnland því 16. Svíþjóð 17. sæti og Noregur rekur lestina af norðurlöndunum, er í 23. sæti.
Frekari upplýsingar um könnunina er að finna á vef Iðntæknistofnunar.