Úrslit úr Hraðafimi í Meistaradeildinni 2. mars 2007 07:38 Smalinn (hraðafimi) er nýstárlegt grein í augum hestaíþrótta en það virtist ekki skipta máli í Meistaradeild VÍS þar sem Ölfushöllinn var full sem fyrr af áhugasömum áhorfendum. Það voru félagar úr Ölfusinu sem hrepptu þrjú efstu sætin í keppninni en þeir þjálfa allir á sama afleggjaranum, og spurning hvort hér sé um tilviljun að ræða eða leynilega herkænsku og/eða stífar æfingar fyrir mótið. Sigurður Sigurðarson var með besta tímann eftir forkeppni en þrjár felldar hindranir urðu til þess að Viðar Ingólfsson, sem var með næst besta tímann en engar fellda hindrun skaust uppfyrir hann og var því efstur eftir forkeppnina. Sigurður var á Yl frá Akranesi og Viðar á hryssu úr ræktun fjölskyldunnar, Ingu frá Krossi. Sölvi Sigurðarson með Óða-Blesa frá Lundi sem virðist aldeilis ætla að fleyta þjálfara sínum og knapa langt í öllum þeim verkefnum sem þeir félagar taka sér fyrir hendur, voru í þriðja sætinu eftir forkeppni. Þorvaldur Árni og Fiðla frá Margrétarhofi voru í fjórða sætinu en Jóhann í því áttunda. Í úrslitum byrja allir með hreint borð og því var baráttan háð á ný og allt gat gerst. Jóhann lagði allt undir og reið Viktoríu frá Skammbeinsstöðum á besta tíma kvöldsins og einungis með eina fellda hindrun. Þessi tími var því sú viðmiðun sem knapar reyndu að ná í úrslitunum en engum tókst en Þorvaldur Árni var einungis einu sekúndubroti frá takmarkinu og með enga fellda hindrun sem þýddi það að ef Þorvaldur hefði jafnað tíma Jóhanns hefði það ýtt honum niður í þriðja sætið á refsistigum og Þorvaldur orðið sigurvegari. Viðar varð þriðji, Sölvi fjórði og Sigurbjörn Bárðarson fimmti. Mikil stemning var í höllinni og brautin prúðmannlega riðin og ekki mátti sjá grófa reiðmennsku þó síður sé. Þessi grein er sérstaklega áhorfendavæn, gengur hratt fyrir sig og reiðmennskan skiptir hér meira máli heldur en gæði hestsins að því marki að hesturinn sé beittur áfram, þjáll og lipur. Eftir keppni kvöldsins er Þorvaldur Árni búinn að koma sér vel fyrir á toppi deildarinnar með 22 stig. Sigurður Sigurðarson er annar með 17 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 16 stig. Stigakeppnin: 1 Þorvaldur Árni Þorvaldsson 22 stig 2 Sigurður Sigurðarson 17 stig 3 Viðar Ingólfsson 16 stig 4 Sölvi Sigurðarson 13 stig 5 Jóhann G. Jóhannesson 13 stig 6 Atli Guðmundsson 11 stig 7 Sigurbjörn Bárðarson 9 stig 8 Hinrik Bragason 5 stig 9 Hulda Gústafsdóttir 4 stig 10 Ríkharður Flemming Jensen 4 stig 11 Sigurður V. Matthíasson 2 Stig 12 Elsa Magnúsdóttir 1 Stig Lið Kaupþings hlaut flest stig í liðakeppni kvöldsins eða 80 talsins. Icelandair fylgdi fast á hælum þess með 79 stig, Málning hlaut 76 stig og Lið IB.is 69 stig. Heildarstigakeppnin stendur því þannig eftir þrjú fyrstu mótin: Lið Kaupþings 246 stig. Lið Málningar 231 stig. Lið Icelandair 227 stig. Lið IB.is 196 stig. Næsta mót verður haldið eftir tvær vikur, þann 15. mars, á nýjum tíma eða klukkan 19.00 en þá verður keppt í gæðingafimi. Hestar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Smalinn (hraðafimi) er nýstárlegt grein í augum hestaíþrótta en það virtist ekki skipta máli í Meistaradeild VÍS þar sem Ölfushöllinn var full sem fyrr af áhugasömum áhorfendum. Það voru félagar úr Ölfusinu sem hrepptu þrjú efstu sætin í keppninni en þeir þjálfa allir á sama afleggjaranum, og spurning hvort hér sé um tilviljun að ræða eða leynilega herkænsku og/eða stífar æfingar fyrir mótið. Sigurður Sigurðarson var með besta tímann eftir forkeppni en þrjár felldar hindranir urðu til þess að Viðar Ingólfsson, sem var með næst besta tímann en engar fellda hindrun skaust uppfyrir hann og var því efstur eftir forkeppnina. Sigurður var á Yl frá Akranesi og Viðar á hryssu úr ræktun fjölskyldunnar, Ingu frá Krossi. Sölvi Sigurðarson með Óða-Blesa frá Lundi sem virðist aldeilis ætla að fleyta þjálfara sínum og knapa langt í öllum þeim verkefnum sem þeir félagar taka sér fyrir hendur, voru í þriðja sætinu eftir forkeppni. Þorvaldur Árni og Fiðla frá Margrétarhofi voru í fjórða sætinu en Jóhann í því áttunda. Í úrslitum byrja allir með hreint borð og því var baráttan háð á ný og allt gat gerst. Jóhann lagði allt undir og reið Viktoríu frá Skammbeinsstöðum á besta tíma kvöldsins og einungis með eina fellda hindrun. Þessi tími var því sú viðmiðun sem knapar reyndu að ná í úrslitunum en engum tókst en Þorvaldur Árni var einungis einu sekúndubroti frá takmarkinu og með enga fellda hindrun sem þýddi það að ef Þorvaldur hefði jafnað tíma Jóhanns hefði það ýtt honum niður í þriðja sætið á refsistigum og Þorvaldur orðið sigurvegari. Viðar varð þriðji, Sölvi fjórði og Sigurbjörn Bárðarson fimmti. Mikil stemning var í höllinni og brautin prúðmannlega riðin og ekki mátti sjá grófa reiðmennsku þó síður sé. Þessi grein er sérstaklega áhorfendavæn, gengur hratt fyrir sig og reiðmennskan skiptir hér meira máli heldur en gæði hestsins að því marki að hesturinn sé beittur áfram, þjáll og lipur. Eftir keppni kvöldsins er Þorvaldur Árni búinn að koma sér vel fyrir á toppi deildarinnar með 22 stig. Sigurður Sigurðarson er annar með 17 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 16 stig. Stigakeppnin: 1 Þorvaldur Árni Þorvaldsson 22 stig 2 Sigurður Sigurðarson 17 stig 3 Viðar Ingólfsson 16 stig 4 Sölvi Sigurðarson 13 stig 5 Jóhann G. Jóhannesson 13 stig 6 Atli Guðmundsson 11 stig 7 Sigurbjörn Bárðarson 9 stig 8 Hinrik Bragason 5 stig 9 Hulda Gústafsdóttir 4 stig 10 Ríkharður Flemming Jensen 4 stig 11 Sigurður V. Matthíasson 2 Stig 12 Elsa Magnúsdóttir 1 Stig Lið Kaupþings hlaut flest stig í liðakeppni kvöldsins eða 80 talsins. Icelandair fylgdi fast á hælum þess með 79 stig, Málning hlaut 76 stig og Lið IB.is 69 stig. Heildarstigakeppnin stendur því þannig eftir þrjú fyrstu mótin: Lið Kaupþings 246 stig. Lið Málningar 231 stig. Lið Icelandair 227 stig. Lið IB.is 196 stig. Næsta mót verður haldið eftir tvær vikur, þann 15. mars, á nýjum tíma eða klukkan 19.00 en þá verður keppt í gæðingafimi.
Hestar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira