Framarar unnu sætan sigur 29-25 á Stjörnunni í dhl deild karla í handbolta í dag eftir að hafa verið undir 13-10 í hálfleik. Tite Kalandadze skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna og Roland Eradze varði 20 skot í markinu, en Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11/6 mörk fyrir Fram og gamla brýnið Zoltan Belanyi skoraði 5 mörk úr 5 skotum í síðari hálfleiknum.
Valur og HK eru efst og jöfn í deildinni með 21 stig, Stjarnan hefur 18 stig í þriðja sætinu og Framarar hafa 17 stig í fjórða sæti.