Karlmaður á miðjum aldri kallaði eftir aðstöð lögreglu síðdegis í gær vegna grófra hótana sem honum höfðu borist frá íbúa í húsinu. Mennirnir áttu í illdeilum í stigaganginum vegna þrifa á sameign hússins.
Íbúarnir höfðu rifist um hver ætti að ryksuga stigaganginn þessa vikuna. Lögregla ræddi við mennina og er málið talið útkljáð. Ekki er þó vitað hvort sameignin hefur verið þrifin.