Fitch lækkar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs 15. mars 2007 15:40 Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Um leið var lánshæfiseinkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt lækkuð úr F1+ í F1 auk þess sem landseinkunnin (e. country ceiling) lækkar úr AA í AA-. Paul Rawkings, sérfræðingur Fitch Ratings í Lundúnum, segir lækkunina taka mið af nýjustu gögnum um greiðslujöfnuð og hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins sem bendi til þess að staða Íslands gagnvart útlöndum hafi versnað verulega. Auki það áhyggjur um sjálfbærni erlendu skuldastöðunnar. Þá segir ennfremur að stóraukin hrein fjármagnsgjöld til útlanda - aðallega í formi erlendra vaxtagreiðslna - hafi átt sinn þátt í meiri viðskipahalla en áður hefur mælst. Hann nam 27 prósentum af landsframleiðslu í fyrra samanborið við 16,3 prósent árið á undan. Á sama tíma jukust hreinar erlendar skuldir í rúm 200 prósent af landsframleiðslu og 429 prósent af útflutningstekjum. Til samanburðar hafði matsfyrirtækið spáð að þessi hlutföll yrðu 161 prósent og 323 prósent. Rawkings segir svo há hlutföll endurspegla mjög skuldsett hagkerfi sem sé illa búið undir aukna áhættufælni á alþjóðamörkuðum og/eða hærra alþjóðlegt vaxtastig. Fitch viðurkennir hins vegar að Ísland búi yfir styrk á ákveðnum sviðum sem bersýnilega skilji það frá öðrum ríkjum með lánshæfiseinkunina A, svo sem þjóðartekjur á mann sem nema 52.000 Bandaríkjadölum, hágæða stjórnkerfi og gegnsætt stofnanaumhverfi. Þessir þættir munu áfram styðja við lánshæfismat ríkisins, að því er matsfyrirtækið segir en bendir á að það sé engu að síður þeirrar skoðunar að þessir eiginleikar vegi ekki upp efnahagslegt ójafnvægi og áhrif þess á lánstraust. Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkaði hratt í kjölfar birtingar matsins. Mest hefur gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði í dag, eða um 2,21 prósent. Næst eftir fylgir gengi bréfa í Kaupþingi, sem hefur lækkað um 1,68 prósent það sem af er dags. Lánshæfismat Fitch Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Um leið var lánshæfiseinkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt lækkuð úr F1+ í F1 auk þess sem landseinkunnin (e. country ceiling) lækkar úr AA í AA-. Paul Rawkings, sérfræðingur Fitch Ratings í Lundúnum, segir lækkunina taka mið af nýjustu gögnum um greiðslujöfnuð og hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins sem bendi til þess að staða Íslands gagnvart útlöndum hafi versnað verulega. Auki það áhyggjur um sjálfbærni erlendu skuldastöðunnar. Þá segir ennfremur að stóraukin hrein fjármagnsgjöld til útlanda - aðallega í formi erlendra vaxtagreiðslna - hafi átt sinn þátt í meiri viðskipahalla en áður hefur mælst. Hann nam 27 prósentum af landsframleiðslu í fyrra samanborið við 16,3 prósent árið á undan. Á sama tíma jukust hreinar erlendar skuldir í rúm 200 prósent af landsframleiðslu og 429 prósent af útflutningstekjum. Til samanburðar hafði matsfyrirtækið spáð að þessi hlutföll yrðu 161 prósent og 323 prósent. Rawkings segir svo há hlutföll endurspegla mjög skuldsett hagkerfi sem sé illa búið undir aukna áhættufælni á alþjóðamörkuðum og/eða hærra alþjóðlegt vaxtastig. Fitch viðurkennir hins vegar að Ísland búi yfir styrk á ákveðnum sviðum sem bersýnilega skilji það frá öðrum ríkjum með lánshæfiseinkunina A, svo sem þjóðartekjur á mann sem nema 52.000 Bandaríkjadölum, hágæða stjórnkerfi og gegnsætt stofnanaumhverfi. Þessir þættir munu áfram styðja við lánshæfismat ríkisins, að því er matsfyrirtækið segir en bendir á að það sé engu að síður þeirrar skoðunar að þessir eiginleikar vegi ekki upp efnahagslegt ójafnvægi og áhrif þess á lánstraust. Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkaði hratt í kjölfar birtingar matsins. Mest hefur gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði í dag, eða um 2,21 prósent. Næst eftir fylgir gengi bréfa í Kaupþingi, sem hefur lækkað um 1,68 prósent það sem af er dags. Lánshæfismat Fitch
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira