Raikkönen byrjar vel hjá Ferrari 18. mars 2007 13:48 Kimi Raikkönen byrjar feril sinn hjá Ferrari mjög vel NordicPhotos/GettyImages Kimi Raikkönen sigraði í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 í nótt og vann þar með sigur í fyrstu keppni sinni hjá Ferrari-liðinu. Það var samt nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sem stal senunni í dag þegar hann náði þriðja sætinu í sinni fyrstu keppni á ferlinum. Félagi hans og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð í öðru sæti, en McLaren bílarnir höfðu ekki roð við sprækum Ferrari-bílnum. Raikkönen leiddi frá upphafi til enda í Melbourne í nótt og þótti öruggur akstur hans á tíðum minna á yfirburði forvera hans hjá Ferrari, Michael Schumacher. "Við þurftum aldrei að þjösnast neitt á bílnum og þetta var nokkuð öruggt. Eina vandamálið fyrir mig í akstrinum var að talstöðin bilaði skömmu eftir ræsingu. Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og það er frábært að byrja á sigri hjá nýju liði," sagði Finninn hógværi. "Það er í lagi að byrja á að ná öðru sæti, en við eigum eftir að bæta okkur talsvert. Ferrari var einfaldlega fljótari en bíllinn okkar í dag," sagði heimsmeistarinn Alonso. Lewis Hamilton gat ekki verið annað en ánægður með frumraun sína, en bronsverðlaun hans í dag voru besti árangur bresks ökumanns í frumraun sinni í Formúlu 1 í fjóra áratugi. "Það var gaman að hafa forystuna um tíma í fyrstu keppninni minni, en ég neita því ekki að það var erfitt að vera með tvöfaldan heimsmeistarann á eftir sér," sagði hinn ungi Hamilton. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Kimi Raikkönen sigraði í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 í nótt og vann þar með sigur í fyrstu keppni sinni hjá Ferrari-liðinu. Það var samt nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sem stal senunni í dag þegar hann náði þriðja sætinu í sinni fyrstu keppni á ferlinum. Félagi hans og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð í öðru sæti, en McLaren bílarnir höfðu ekki roð við sprækum Ferrari-bílnum. Raikkönen leiddi frá upphafi til enda í Melbourne í nótt og þótti öruggur akstur hans á tíðum minna á yfirburði forvera hans hjá Ferrari, Michael Schumacher. "Við þurftum aldrei að þjösnast neitt á bílnum og þetta var nokkuð öruggt. Eina vandamálið fyrir mig í akstrinum var að talstöðin bilaði skömmu eftir ræsingu. Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og það er frábært að byrja á sigri hjá nýju liði," sagði Finninn hógværi. "Það er í lagi að byrja á að ná öðru sæti, en við eigum eftir að bæta okkur talsvert. Ferrari var einfaldlega fljótari en bíllinn okkar í dag," sagði heimsmeistarinn Alonso. Lewis Hamilton gat ekki verið annað en ánægður með frumraun sína, en bronsverðlaun hans í dag voru besti árangur bresks ökumanns í frumraun sinni í Formúlu 1 í fjóra áratugi. "Það var gaman að hafa forystuna um tíma í fyrstu keppninni minni, en ég neita því ekki að það var erfitt að vera með tvöfaldan heimsmeistarann á eftir sér," sagði hinn ungi Hamilton.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira