Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational 18. mars 2007 22:37 Vijay Singh NordicPhotos/GettyImages Fiji-maðurinn Vijay Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu í golfi sem lauk á Bay Hill vellinum í kvöld. Singh lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og lauk keppni á átta undir. Þetta var 31. sigur hans á PGA mótaröðinni á ferlinum og langþráður sigur hjá honum á þessu tiltekna móti þar sem hann hafði þrisvar hafnað í öðru sæti. Rocco Mediate varð annar á mótinu á sex höggum undir pari en hann lauk keppni á 67 höggum í kvöld eins og Singh, sem er í efsta sæti peningalistans það sem af er ári með 2,6 milljónir dollara í vasanum. Tiger Woods bauð upp á dramatík á lokahringnum eins og svo oft áður, en í þetta sinn var það ekki fyrir glæsitilþrif. Woods lenti í miklum vandræðum á síðustu 9 holunum og sló m.a. boltanum í vatn. Hann lék síðari níu holurnar á 43 höggum og 76 högg hans í dag voru slakasti árangur hans á PGA mótaröðinni í fjögur ár. Woods hafnaði í 22. sæti og endaði þar með hrinu 13. móta í röð þar sem hann endar inni á topp 10. Hann lét sig hverfa af mótsvæðinu í kvöld án þess að ræða við fréttamenn. Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fiji-maðurinn Vijay Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu í golfi sem lauk á Bay Hill vellinum í kvöld. Singh lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og lauk keppni á átta undir. Þetta var 31. sigur hans á PGA mótaröðinni á ferlinum og langþráður sigur hjá honum á þessu tiltekna móti þar sem hann hafði þrisvar hafnað í öðru sæti. Rocco Mediate varð annar á mótinu á sex höggum undir pari en hann lauk keppni á 67 höggum í kvöld eins og Singh, sem er í efsta sæti peningalistans það sem af er ári með 2,6 milljónir dollara í vasanum. Tiger Woods bauð upp á dramatík á lokahringnum eins og svo oft áður, en í þetta sinn var það ekki fyrir glæsitilþrif. Woods lenti í miklum vandræðum á síðustu 9 holunum og sló m.a. boltanum í vatn. Hann lék síðari níu holurnar á 43 höggum og 76 högg hans í dag voru slakasti árangur hans á PGA mótaröðinni í fjögur ár. Woods hafnaði í 22. sæti og endaði þar með hrinu 13. móta í röð þar sem hann endar inni á topp 10. Hann lét sig hverfa af mótsvæðinu í kvöld án þess að ræða við fréttamenn.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira