Stjarnan og Grótta skildu jöfn 21-21 í toppslag DHL deildar kvenna í kvöld eftir að Grótta hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik 12-9. Alina Petrache skoraði 6 mörk fyrir Stjörnuna og Rakel Bragadóttir 5. Florentina Grecu varði 23 skot í markinu. Natasha Damljanovic skoraði 6 mörk fyrir Gróttu og Íris Björk Símonardóttir varði 18 skot í markinu.
Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar með 33 stig, Grótta í öðru með 29 stig og Valur í þriðja með 28 stig þrátt fyrir tap gegn HK í kvöld 29-27. Haukar eru í fjórða sætinu með 25 stig og eiga leik til góða líkt og topplið Stjörnunnar.
Stjarnan jók forskotið á toppnum

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
