Actavis er enn með í samkeppninni um yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Orðrómur er uppi um að fyrirtækið hafi dregið sig úr samkeppninni ásamt bandaríska fyrirtækinu Mylan. Þannig greinir fréttavefur Forbes og Economic Times frá í dag. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri- og ytri samskipta Actavis, vísar því á bug.
Halldór segir viðræður Actavis og Merck enn í gangi. „Það hafa verið vangaveltur um þetta í erlendum miðlum. En það er ekki rétt. Við eigum enn í viðræðum við þá og höfum áhuga á félaginu fyrir rétt verð," segir hann.
Að sögn Forbes í dag segir að fækkað hafi í baráttunni um samheitalyfjahluta Merck. Þannig hafi Mylan dregið sig úr baráttunni auk þess sem indverska félagið Ranbaxy hætti við í byrjun vikunnar.
Eftir standa ísraelska félögin Teva, Torrent Pharma auk nokkurra fjárfestingasjóða og Actavis.
Actavis enn í baráttunni um Merck

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent

Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent