Ómar telur víst að fylgið tvöfaldist að minnsta kosti 25. mars 2007 18:30 Ómar Ragnarsson telur að Íslandshreyfingin eigi að geta fengið að minnsta kosti tíu prósenta fylgi í kosningunum í vor. Hann segir að flokkurinn taki fyrst og fremst fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og vinstri grænum, eins og sjáist á könnun Fréttablaðsins í dag, sem gefur flokknum fimm prósenta fylgi. Þetta er fyrsta könnun Fréttablaðsins frá því Íslandshreyfingin var formlega stofnuð og mælist flokkurinn með aðeins meira fylgi en Frjálslyndi flokkurinn og fengi fimm prósent atkvæða og þrjá menn kjörna á þing ef kosið væri í dag. Hinn nýji flokkur nýtur meira fylgis meðal karla en kvenna. Ómar Ragnarsson formaður hreyfingarinnar segir þetta ágæta byrjun. "Ég tel alveg raunhæft að við getum tvöfaldað þetta fylgi," segir Ómar. Í hans huga sé aðalatriðið að nógu margir komi til liðs við hreyfinguna úr öllum áttum, sérstaklega úr þeim áttum sem stóriðjustefnan eigi nú föst tök. Því fleiri sem komi til hreyfingarinnar, aukist líkur á að takmarkið náist örugglega. Ómar segir könnunina sýna að Íslandshreyfingin geti komið í veg fyrir að stóriðjuflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geti kippt Frjálslyndum upp í hjá sér og myndað hreina stóriðjustjórn. Íslandshreyfingin taki fylgi af Sjálfstæðisflokknum en líka Vinstri grænum. Að mati Ómars var hættan sú áður en Íslandshreyfingin bauð fram að þeir hefðu áður kosið Sjálfstæðisflokkinn eða Frjálslynda flokkinn en ætluðu að kjósa Vinstri græna út af umhverfismálunum, hrykkju í heimahagana þegar á reyndi í kjörklefanum. Nú hefðu þessir kjósendur val um að koma til Íslandshreyfingarinnar. Fylgi Frjálslynda flokksins heldur áfram að dala og er nú 4,4 prósent, sem gæti þýtt vegna fimm prósenta reglu um kjörfylgi, að flokkurinn næði ekki manni inn á þing. Flokkurinn náði mestu fylgi, ríflega tíu prósentum, þegar umræðan um innflytjendamál var háværust fyrir nokkrum mánuðum og því spurning hvort þeim málum verði haldið hærra á lofti af hálfu Frjálslyndra. Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn þurfi ekki að lyfta þessum málum neitt hærra. Þau verði hins vegar rædd af hálfu flokksins í kosningabaráttunni, enda sé það nauðsynlegt. Þessi mál séu í öðrum farvegi á landsbyggðinni annars vegar og á Reykjavíkursvæðinu hins vegar, þar sem þau snúist um undirboð á launamarkaði. Vinstri hreyfingin grænt framboð missir líka fylgi milli kannana, fer úr 25,7 prósentum í 23,3 prósent og fengi 16 þingmenn, en flokkurinn er nú með fimm þingmenn. Samfylkingin fengi 21 prósent og 14 þingmenn, sem er langt frá síðustu kosningum þegar flokkurinn fékk 20 þingmenn kjörna. En flokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentum frá síðustu könnun. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður samfylkingarinnar telur að málflutningur Samfylkingarinnar sé farinn að skila sér. Frambjóðendur flokksins finni það á fundum með kjósendum. Hann óttast hins vegar að framboð Íslandshreyfingarinnar taki fyrst og fremst fylgi af stjórnarandstöðuflokkunum, þótt það sé ekki ætlun forystufólks hennar. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 36,1 prósent sem er tæplega þremur prósentustigum minna en í síðustu könnun Fréttablaðsins. Þetta er hins vegar meira en kjörfylgi flokksins og myndu Sjálfstæðismenn bæta við sig tveimur þingmönnum og fá 24 menn kjörna á þing. Framsóknarflokkurinn stendur í stað frá síðustu könnun í 9,4 prósentum og fengi sex þingmenn, helmingi færri en flokkurinn hefur nú á Alþingi. Stjórnarmeirihlutinn er því fallinn, er samanlagt með 30 þingmenn á móti 33 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Íslandshreyfingin Kosningar 2007 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Ómar Ragnarsson telur að Íslandshreyfingin eigi að geta fengið að minnsta kosti tíu prósenta fylgi í kosningunum í vor. Hann segir að flokkurinn taki fyrst og fremst fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og vinstri grænum, eins og sjáist á könnun Fréttablaðsins í dag, sem gefur flokknum fimm prósenta fylgi. Þetta er fyrsta könnun Fréttablaðsins frá því Íslandshreyfingin var formlega stofnuð og mælist flokkurinn með aðeins meira fylgi en Frjálslyndi flokkurinn og fengi fimm prósent atkvæða og þrjá menn kjörna á þing ef kosið væri í dag. Hinn nýji flokkur nýtur meira fylgis meðal karla en kvenna. Ómar Ragnarsson formaður hreyfingarinnar segir þetta ágæta byrjun. "Ég tel alveg raunhæft að við getum tvöfaldað þetta fylgi," segir Ómar. Í hans huga sé aðalatriðið að nógu margir komi til liðs við hreyfinguna úr öllum áttum, sérstaklega úr þeim áttum sem stóriðjustefnan eigi nú föst tök. Því fleiri sem komi til hreyfingarinnar, aukist líkur á að takmarkið náist örugglega. Ómar segir könnunina sýna að Íslandshreyfingin geti komið í veg fyrir að stóriðjuflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geti kippt Frjálslyndum upp í hjá sér og myndað hreina stóriðjustjórn. Íslandshreyfingin taki fylgi af Sjálfstæðisflokknum en líka Vinstri grænum. Að mati Ómars var hættan sú áður en Íslandshreyfingin bauð fram að þeir hefðu áður kosið Sjálfstæðisflokkinn eða Frjálslynda flokkinn en ætluðu að kjósa Vinstri græna út af umhverfismálunum, hrykkju í heimahagana þegar á reyndi í kjörklefanum. Nú hefðu þessir kjósendur val um að koma til Íslandshreyfingarinnar. Fylgi Frjálslynda flokksins heldur áfram að dala og er nú 4,4 prósent, sem gæti þýtt vegna fimm prósenta reglu um kjörfylgi, að flokkurinn næði ekki manni inn á þing. Flokkurinn náði mestu fylgi, ríflega tíu prósentum, þegar umræðan um innflytjendamál var háværust fyrir nokkrum mánuðum og því spurning hvort þeim málum verði haldið hærra á lofti af hálfu Frjálslyndra. Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn þurfi ekki að lyfta þessum málum neitt hærra. Þau verði hins vegar rædd af hálfu flokksins í kosningabaráttunni, enda sé það nauðsynlegt. Þessi mál séu í öðrum farvegi á landsbyggðinni annars vegar og á Reykjavíkursvæðinu hins vegar, þar sem þau snúist um undirboð á launamarkaði. Vinstri hreyfingin grænt framboð missir líka fylgi milli kannana, fer úr 25,7 prósentum í 23,3 prósent og fengi 16 þingmenn, en flokkurinn er nú með fimm þingmenn. Samfylkingin fengi 21 prósent og 14 þingmenn, sem er langt frá síðustu kosningum þegar flokkurinn fékk 20 þingmenn kjörna. En flokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentum frá síðustu könnun. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður samfylkingarinnar telur að málflutningur Samfylkingarinnar sé farinn að skila sér. Frambjóðendur flokksins finni það á fundum með kjósendum. Hann óttast hins vegar að framboð Íslandshreyfingarinnar taki fyrst og fremst fylgi af stjórnarandstöðuflokkunum, þótt það sé ekki ætlun forystufólks hennar. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 36,1 prósent sem er tæplega þremur prósentustigum minna en í síðustu könnun Fréttablaðsins. Þetta er hins vegar meira en kjörfylgi flokksins og myndu Sjálfstæðismenn bæta við sig tveimur þingmönnum og fá 24 menn kjörna á þing. Framsóknarflokkurinn stendur í stað frá síðustu könnun í 9,4 prósentum og fengi sex þingmenn, helmingi færri en flokkurinn hefur nú á Alþingi. Stjórnarmeirihlutinn er því fallinn, er samanlagt með 30 þingmenn á móti 33 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna.
Íslandshreyfingin Kosningar 2007 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira