Góður leikur Woods dugði ekki til 28. mars 2007 17:13 NordicPhotos/GettyImages Tiger Woods lék á 8 höggum undir pari, eða 64 höggum, og var efstur einstaklinga í klúbbakeppninni, Tavistock Cup, sem lauk á Lake None vellinum í Orlando í gærkvöldi. Keppnin er árleg og er á milli Orlando klúbbanna, Isleworth, sem Tiger tilheyrir, og Lake None. Þetta er þriðja árið í röð sem Tiger er á besta skori einstaklinga. Lake None klúbburinn vann nú liðkeppnina í fyrsta sinn, 22-8. Justin Rose lék best í liði Lake None í gær, á 66 höggum. Tiger var ekki kominn með neinn fugl er hann kom að sjöundu holu, en setti þar niður fyrsta fuglinn og síðan fylgdu sex í röð og munaði aðeins hársbreidd að hann færi holu í höggi. Ernie Els sagði að það væri gaman að sjá Tiger í slíkum ham. Keppnin stóð yfir í tvo daga. Á mánudag var spilaður fjórleikur eða betri bolti, en tvímenningur í gær. Lake None vann alla fimm leikina í fjórleiknum og hlaut 10 stig (2 stig fyrir hvern sigur) og vann svo tvímenninginn í gær, 12-8 (2 stig fyrir sigur í hverjum leik) og samtals 22-8. 10 kylfingar voru í hvoru liði. Fyrirliði Lake None liðsins var Ernie Els.Úrslitin í fjórleiknum (liðsmenn Lake None taldir upp á undan): Henrik Stenson og Chris DiMarco unnu Tiger Woods og John Cook 57-65 Goosen og Immelman lögðu Appleby og O'Hern 64-65 Rose og Poulter unnu Allenby og Perry 61-67 Curtis og McDowell sigruðu Janzen og Hoch 63-64 Els og McNulty unnu Howell og O'Meara 62-66. Þetta er fjórða árið í röð sem keppnin fer fram. Isleworth hefur unnið tvisvar, einu sinni hefur orðið jafntefli og Lake None nældi nú í sinn fyrsta sigur. Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods lék á 8 höggum undir pari, eða 64 höggum, og var efstur einstaklinga í klúbbakeppninni, Tavistock Cup, sem lauk á Lake None vellinum í Orlando í gærkvöldi. Keppnin er árleg og er á milli Orlando klúbbanna, Isleworth, sem Tiger tilheyrir, og Lake None. Þetta er þriðja árið í röð sem Tiger er á besta skori einstaklinga. Lake None klúbburinn vann nú liðkeppnina í fyrsta sinn, 22-8. Justin Rose lék best í liði Lake None í gær, á 66 höggum. Tiger var ekki kominn með neinn fugl er hann kom að sjöundu holu, en setti þar niður fyrsta fuglinn og síðan fylgdu sex í röð og munaði aðeins hársbreidd að hann færi holu í höggi. Ernie Els sagði að það væri gaman að sjá Tiger í slíkum ham. Keppnin stóð yfir í tvo daga. Á mánudag var spilaður fjórleikur eða betri bolti, en tvímenningur í gær. Lake None vann alla fimm leikina í fjórleiknum og hlaut 10 stig (2 stig fyrir hvern sigur) og vann svo tvímenninginn í gær, 12-8 (2 stig fyrir sigur í hverjum leik) og samtals 22-8. 10 kylfingar voru í hvoru liði. Fyrirliði Lake None liðsins var Ernie Els.Úrslitin í fjórleiknum (liðsmenn Lake None taldir upp á undan): Henrik Stenson og Chris DiMarco unnu Tiger Woods og John Cook 57-65 Goosen og Immelman lögðu Appleby og O'Hern 64-65 Rose og Poulter unnu Allenby og Perry 61-67 Curtis og McDowell sigruðu Janzen og Hoch 63-64 Els og McNulty unnu Howell og O'Meara 62-66. Þetta er fjórða árið í röð sem keppnin fer fram. Isleworth hefur unnið tvisvar, einu sinni hefur orðið jafntefli og Lake None nældi nú í sinn fyrsta sigur.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira