Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra Hofi mæta á Ístölt 2007 næstkomandi laugardag þann 31.3.2007. Þeir sigruðu í töltkeppninni í Meistaradeild VÍS fyrir stuttu og eru í frábæru formi.
Hér er um að ræða eitt besta töltpar landsins. Þeir hafa unnið fjölda móta og meðal annars verið Íslandsmeistarar í tölti.