Wetterich heldur forystu á Masters 7. apríl 2007 10:16 Tiger Woods er ennþá inni í myndinni á Masters þrátt fyrir að hafa ekki náð sér á strik. Öðrum keppnisdegi á Mastersmótinu er lokið og hefur það komið mörgum á óvart að Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich skuli enn vera í forystu. Wetterich deilir toppsætinu með Tim Clark en báðir eru þeir á tveimur höggum undir pari þegar öðrum keppnisdegi er lokið á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Stjörnukylfingum á borð við Tiger Woods, Ernie Els og Phil Mickelson hefur ekki gengið sem skyldi og hefur það vakið nokkra athygli að Wetterich, sem er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn, skuli vera að skáka bestu kylfingum heims. Meistarinn frá því í fyrra, Phil Mickelson, er á fimm höggum yfir pari og Tiger Woods er á þremur höggum yfir pari. Woods hóf keppni með afleitum hætti á þessum öðrum keppnisdegi og á tíma leit út fyrir að hann kæmist ekki í gegnum niðurskurðinn. Tiger klóraði sig þó út úr vandræðunum og sagan hefur sýnt að honum líkar það vel á Mastersmótunum að fara nokkuð undir inn í þriðja keppnisdag. Árið 2001 var Tiger á tveimur yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið. Árið 2002 var Tiger á fjórum yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið og árið 2005 var Tiger á sex yfir pari fyrir þriðja keppnisdag og náði með eftirminnilegum hætti að smeygja sér í þann iðjagræna. Það skyldi því enginn afskrifa Tigerinn að svo stöddu því sagan hefur sýnt að nú er Tiger tíminn á Masters runninn upp. Kylfingur.is Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Öðrum keppnisdegi á Mastersmótinu er lokið og hefur það komið mörgum á óvart að Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich skuli enn vera í forystu. Wetterich deilir toppsætinu með Tim Clark en báðir eru þeir á tveimur höggum undir pari þegar öðrum keppnisdegi er lokið á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Stjörnukylfingum á borð við Tiger Woods, Ernie Els og Phil Mickelson hefur ekki gengið sem skyldi og hefur það vakið nokkra athygli að Wetterich, sem er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn, skuli vera að skáka bestu kylfingum heims. Meistarinn frá því í fyrra, Phil Mickelson, er á fimm höggum yfir pari og Tiger Woods er á þremur höggum yfir pari. Woods hóf keppni með afleitum hætti á þessum öðrum keppnisdegi og á tíma leit út fyrir að hann kæmist ekki í gegnum niðurskurðinn. Tiger klóraði sig þó út úr vandræðunum og sagan hefur sýnt að honum líkar það vel á Mastersmótunum að fara nokkuð undir inn í þriðja keppnisdag. Árið 2001 var Tiger á tveimur yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið. Árið 2002 var Tiger á fjórum yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið og árið 2005 var Tiger á sex yfir pari fyrir þriðja keppnisdag og náði með eftirminnilegum hætti að smeygja sér í þann iðjagræna. Það skyldi því enginn afskrifa Tigerinn að svo stöddu því sagan hefur sýnt að nú er Tiger tíminn á Masters runninn upp. Kylfingur.is
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira