Tvöfaldur sigur McLaren 8. apríl 2007 12:03 Fernando Alonso og Lewis Hamilton fagna sigri sínum í Malasíu í morgun. MYND/Getty Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Malasíu í morgun með miklum yfirburðum en félagi hans hjá McLaren, hinn breski Lewis Hamilton, stal senunni með frábærum akstri. Alonso og Hamilton tóku fram úr Felipe Massa strax í fyrstu beygju, en sá brasilíski var á ráspól, og stungu keppinautana frá Ferrari hreinlega af. "Þetta var frábær sigur í dag og hann kom mér mikið á óvart. Bifvélavirkjar McLaren unnu heimavinnuna sína um helgina," sagði Alonso eftir keppnina og hrósaði liðsfélögum sínum. "Það skipti öllu máli að komast framúr Felipe Massa svona fljótt og svo skemmdi ekki fyrir að hafa Hamilton á eftir mér, í stað ökumanna Ferrari," bætti hann við. Þetta reyndist ekki verða dagur Massa því hann missti einnig liðsfélaga sinn Kimi Raikönnen og Nick Heidfield á BMW fram úr sér og hafnaði að lokum í fimmta sæti. Raikönnen varð þriðji og Heidfield fjórði. Eins og áður segir sigraði Alonso örugglega, kom í mark rúmum 17 sekúndum á undan Hamilton, en Raikönnen kom í mark rétt á eftir þeim breska. Heidfeld og Massa voru síðan rúmri hálfri mínútu á eftir Alonso í mark. Alonso er núkominn með tveggja stiga forskot á Raikkönen í stigakeppni ökumanna, hefur hlotið 18 stig eftir að hafa hafnað í 1. og 2. sæti á þeim tveimur mótum sem lokið er. Raikkönen hefur 16 stig en Hamilton er í þriðja sæti með 14 stig. Í keppni bílasmiða hefur McLaren hlotið 32 og er efst en Ferrari er með 23 stig. Formúla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Malasíu í morgun með miklum yfirburðum en félagi hans hjá McLaren, hinn breski Lewis Hamilton, stal senunni með frábærum akstri. Alonso og Hamilton tóku fram úr Felipe Massa strax í fyrstu beygju, en sá brasilíski var á ráspól, og stungu keppinautana frá Ferrari hreinlega af. "Þetta var frábær sigur í dag og hann kom mér mikið á óvart. Bifvélavirkjar McLaren unnu heimavinnuna sína um helgina," sagði Alonso eftir keppnina og hrósaði liðsfélögum sínum. "Það skipti öllu máli að komast framúr Felipe Massa svona fljótt og svo skemmdi ekki fyrir að hafa Hamilton á eftir mér, í stað ökumanna Ferrari," bætti hann við. Þetta reyndist ekki verða dagur Massa því hann missti einnig liðsfélaga sinn Kimi Raikönnen og Nick Heidfield á BMW fram úr sér og hafnaði að lokum í fimmta sæti. Raikönnen varð þriðji og Heidfield fjórði. Eins og áður segir sigraði Alonso örugglega, kom í mark rúmum 17 sekúndum á undan Hamilton, en Raikönnen kom í mark rétt á eftir þeim breska. Heidfeld og Massa voru síðan rúmri hálfri mínútu á eftir Alonso í mark. Alonso er núkominn með tveggja stiga forskot á Raikkönen í stigakeppni ökumanna, hefur hlotið 18 stig eftir að hafa hafnað í 1. og 2. sæti á þeim tveimur mótum sem lokið er. Raikkönen hefur 16 stig en Hamilton er í þriðja sæti með 14 stig. Í keppni bílasmiða hefur McLaren hlotið 32 og er efst en Ferrari er með 23 stig.
Formúla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira