Fyrrum forstjóri EADS fékk milljónir 10. apríl 2007 16:03 Noel Forgeard. Mynd/AFP Noel Forgeard, fyrrum yfirforstjóri evrópsku samstæðunnar EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fékk rúmar 8,5 milljónir evra, jafnvirði 767,8 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur og starfslokatengdar launagreiðslur eftir að hann sagði starfi sínu lausu. Forgeard tók poka sinn í júlí í fyrra í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar frá Airbus og brigsla um innherjaviðskipti með hlutabréf. Skaðabætur Forgeards námu 6,1 milljón evra, jafnvirði 551 milljón íslenskra króna en afgangurinn er launatengdur starfslokasamningur sem kveður á um laun í tvö ár eftir að hann hætti störfum hjá fyrirtækinu gegn því að hann hefji ekki störf hjá samkeppnisaðila fyrirtækisins. Forgeard hefur ætíð neitað sök vegna innherjasvika með sölu á bréf sín í EADS en hann er sagður hafa losað sig við hlut sinn áður en greint var frá því opinberlega að tafir yrðu á framleiðslu A380 risaþotunnar frá Airbus. Þegar greint var frá töfunum í júní féll gengi bréfa í félaginu um fjórðung á skömmum tíma. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Noel Forgeard, fyrrum yfirforstjóri evrópsku samstæðunnar EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fékk rúmar 8,5 milljónir evra, jafnvirði 767,8 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur og starfslokatengdar launagreiðslur eftir að hann sagði starfi sínu lausu. Forgeard tók poka sinn í júlí í fyrra í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar frá Airbus og brigsla um innherjaviðskipti með hlutabréf. Skaðabætur Forgeards námu 6,1 milljón evra, jafnvirði 551 milljón íslenskra króna en afgangurinn er launatengdur starfslokasamningur sem kveður á um laun í tvö ár eftir að hann hætti störfum hjá fyrirtækinu gegn því að hann hefji ekki störf hjá samkeppnisaðila fyrirtækisins. Forgeard hefur ætíð neitað sök vegna innherjasvika með sölu á bréf sín í EADS en hann er sagður hafa losað sig við hlut sinn áður en greint var frá því opinberlega að tafir yrðu á framleiðslu A380 risaþotunnar frá Airbus. Þegar greint var frá töfunum í júní féll gengi bréfa í félaginu um fjórðung á skömmum tíma.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira