Erlent

Átök á milli lögreglu og innflytjenda

Mótmælendur í Mílanó í gær.
Mótmælendur í Mílanó í gær. MYND/AFP
Óeirðalögreglu í Mílanó á Ítalíu lenti í gærkvöldi saman við kínverska innflytjendur. Mótmælin voru tilkomin vegna þess sem þeir segja kynþáttamisréttis. Fleiri en 100 kínverjar tóku þátt í mótmælunum og þurftu um 20 manns að leita á sjúkrahús eftir átökin.

Kínverjum hefur fjölgað hratt í Mílanó á undanförnum tíu árum. Venjulega hafa þeir hljótt um sig og valda litlum vandræðum. Talið er að um 12.000 kínverjar búi í Mílanó og um 120.000 á Ítalíu allri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×