Tilræði við sparnað að hækka fjármagnstekjuskatt 14. apríl 2007 16:00 MYND/Pjetur Þetta kemur fram í ályktun landsfundarins um efnahags- og skattamál. Þar er enn fremur bent á að huga þurfi að því hvort gera eigi breytingar á skattareglum og öðrum reglum til að gera Ísland að eftirsóknarverðri höfn fyrir höfuðstöðvar alþjóðlegra fyrirtækja.Landsfundurinn vill enn fremur að á næstu misserum verði lögð áhersla á að fella niður almenna tolla og lækka enn frekar vörugjöld á innflutningi og vinna að lækkun tolla á landbúnaðarvörum í samræmi við alþjóðasamþykktir, að fella niður stimpilgjöld, að lækka álögur á bifreiðaeigendur og einfalda skattkerfið og gera reglur um umgjörð atvinnulífsins skilvirkari og almennari.Í ályktun um utanríkismál leggur landsfundurinn meðal annars áherslu á að varnir Íslands séu ávallt vel tryggðar og að byggja þurfi upp og efla viðeigandi vettvang með upplýsingum og þekkingu á öryggis- og varnarmálum. Byggja þurfi upp aukna sérfræðiþekkingu innan stjórnkerfisins á þessu sviði.Þá segir flokkurinn að EES-samningurinn haldi áfram að þjóna hagsmunum Íslendinga vel hvað varðar viðskipti við ríki Evrópu. Ekki sé annars að vænta en að samningurinn muni halda gildi sínu en mikilvægt sé að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja.Í ályktun um landbúnaðarmál segir flokkurinn að skapa verði þau skilyrði að landbúnaðurinn geti mætt minnkandi tollvernd og lægri framleiðslustyrkjum til samræmis við alþjóðasamninga. Sjálfstæðisflokkurinn vilji stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði.Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn, í ályktun um ferðamál, leggja sérstaka áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu um land allt utan hefðbundins háannatíma. Þá þurfi að tryggja neytendavernd og gæðaeftirlit í málaflokknum og lækka áfengisgjald.Þá þurfi að standa vörð um starfsskilyrði ferðaþjónustunnar þannig að sá mikli árangur sem náðst hafi í samkeppnishæfi greinarinnar glatist ekki. Enn fremur vill flokkurinn að tekið verði upp gjald við helstu ferðamannastaði til að bæta aðstöðu og koma í veg fyrir átroðning. Kosningar 2007 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun landsfundarins um efnahags- og skattamál. Þar er enn fremur bent á að huga þurfi að því hvort gera eigi breytingar á skattareglum og öðrum reglum til að gera Ísland að eftirsóknarverðri höfn fyrir höfuðstöðvar alþjóðlegra fyrirtækja.Landsfundurinn vill enn fremur að á næstu misserum verði lögð áhersla á að fella niður almenna tolla og lækka enn frekar vörugjöld á innflutningi og vinna að lækkun tolla á landbúnaðarvörum í samræmi við alþjóðasamþykktir, að fella niður stimpilgjöld, að lækka álögur á bifreiðaeigendur og einfalda skattkerfið og gera reglur um umgjörð atvinnulífsins skilvirkari og almennari.Í ályktun um utanríkismál leggur landsfundurinn meðal annars áherslu á að varnir Íslands séu ávallt vel tryggðar og að byggja þurfi upp og efla viðeigandi vettvang með upplýsingum og þekkingu á öryggis- og varnarmálum. Byggja þurfi upp aukna sérfræðiþekkingu innan stjórnkerfisins á þessu sviði.Þá segir flokkurinn að EES-samningurinn haldi áfram að þjóna hagsmunum Íslendinga vel hvað varðar viðskipti við ríki Evrópu. Ekki sé annars að vænta en að samningurinn muni halda gildi sínu en mikilvægt sé að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja.Í ályktun um landbúnaðarmál segir flokkurinn að skapa verði þau skilyrði að landbúnaðurinn geti mætt minnkandi tollvernd og lægri framleiðslustyrkjum til samræmis við alþjóðasamninga. Sjálfstæðisflokkurinn vilji stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði.Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn, í ályktun um ferðamál, leggja sérstaka áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu um land allt utan hefðbundins háannatíma. Þá þurfi að tryggja neytendavernd og gæðaeftirlit í málaflokknum og lækka áfengisgjald.Þá þurfi að standa vörð um starfsskilyrði ferðaþjónustunnar þannig að sá mikli árangur sem náðst hafi í samkeppnishæfi greinarinnar glatist ekki. Enn fremur vill flokkurinn að tekið verði upp gjald við helstu ferðamannastaði til að bæta aðstöðu og koma í veg fyrir átroðning.
Kosningar 2007 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira