Els í forystu á Heritage mótinu 14. apríl 2007 16:48 NordicPhotos/GettyImages Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els náði í gær forystu á Heritage mótinu í golfi. Els er með þriggja högga forystu þegar keppni er hálfnuð. Ástralinn Aaron Baddeley sem á titil að verja á þessu móti setti niður glæsilegt 16 metra langa pútt á sautjándu holu í gærkvöldi en hann lék hringinn í gær á 5 höggum undir pari og er samtals 6 höggum á eftir Els. Jerry Kelly sem var í forystu eftir fyrsta hring á 6 höggum undir parinu, lék annan hringinn í gær á einu höggi undir pari og vermir annað sæti. Hann byrjaði illa í gær með því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum en átti góða endurkomu og var um tíma á samtals 10 höggum undir pari. Zach Jonson sem vann óvæntan sigur á Masters mótinu um síðustu helgi gekk ágætlega í gær og fór hringinn á þremur höggum undir pari. Hann er í 13. sæti ásamt níu öðrum kylfingum á samtals fjórum höggum undiar pari. En maður gærdagsins, Erni Els, hefur aðeins fengið einn skolla á báðum hringjunum. Hann sigldi fram úr efstu mönnum á stuttum kafla í gær þegar hann fékk fjóra fugla á fimm holum og lauk hringnum í gær á 6 höggum undir pari, rétt eins og fyrsta daginn og er því samtals á 12 höggum undir pari, þremur höggum á undan Kelly. Til að undirstrika glæsilegan árangur Els til þessa á mótinu þá er hann aðeins einu höggi frá meti sem Jack Nicklaus setti árið 1975 sem lék fyrstu 36 holurnar á þessum velli á 13 höggum undir pari. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els náði í gær forystu á Heritage mótinu í golfi. Els er með þriggja högga forystu þegar keppni er hálfnuð. Ástralinn Aaron Baddeley sem á titil að verja á þessu móti setti niður glæsilegt 16 metra langa pútt á sautjándu holu í gærkvöldi en hann lék hringinn í gær á 5 höggum undir pari og er samtals 6 höggum á eftir Els. Jerry Kelly sem var í forystu eftir fyrsta hring á 6 höggum undir parinu, lék annan hringinn í gær á einu höggi undir pari og vermir annað sæti. Hann byrjaði illa í gær með því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum en átti góða endurkomu og var um tíma á samtals 10 höggum undir pari. Zach Jonson sem vann óvæntan sigur á Masters mótinu um síðustu helgi gekk ágætlega í gær og fór hringinn á þremur höggum undir pari. Hann er í 13. sæti ásamt níu öðrum kylfingum á samtals fjórum höggum undiar pari. En maður gærdagsins, Erni Els, hefur aðeins fengið einn skolla á báðum hringjunum. Hann sigldi fram úr efstu mönnum á stuttum kafla í gær þegar hann fékk fjóra fugla á fimm holum og lauk hringnum í gær á 6 höggum undir pari, rétt eins og fyrsta daginn og er því samtals á 12 höggum undir pari, þremur höggum á undan Kelly. Til að undirstrika glæsilegan árangur Els til þessa á mótinu þá er hann aðeins einu höggi frá meti sem Jack Nicklaus setti árið 1975 sem lék fyrstu 36 holurnar á þessum velli á 13 höggum undir pari.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira