Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýkur í dag klukkan tvö með ræðu formannsins. Ályktanir í sex málaflokkum voru afgreiddar í gær þar sem meðal annars kom fram að flokkurinn ætlar á næstu misserum að fella niður stimpilgjöld, lækka skatta einstaklinga og fyrirtækja og einfalda skattkerfið. Ályktanir annarra málefnahópa verða síðan afgreiddar fyrir klukkan eitt í dag. Kosningu miðstjórnar lýkur á hádegi.
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýkur í dag
