Innlent

Þorgerður endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins

MYND/GVA

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var í dag endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans í Laugardalshöll. Alls greiddu 979 manns atkvæði kjörinu og hlaut Þorgerður Katrín 894 atkvæði eða 91,3 prósent. Þakkaði hún af hjartans einlægni fyrir stuðninginn og hvatningu sem hún hefði fengið á fundinum.

Þorgerður Katrín sagði samstöðu hafa einkennt fund sjálfstæðismanna og að ekkert annað kæmi til greina en að sigra í kosningunum í vor. Sagði hún að öflugur sigur sjálfstæðismanna í vor væri eina tryggingin fyrir því að hér yrði framfarasinnuð stjórn með hagsmuni landsmanna að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að vera í forystu í ríkisstjórn og þjóðin treysti formanni flokksins. Sjálfstæðismenn yrðu að tryggja að Ísland yrði áfram land tækifæranna og því hefðu þeir verk að vinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×