Frambjóðendur fyrir kosningarnar í vor sem hafa jafnframt gefið út bækur, tóku þátt í því að innleysa Þjóðargjöfina 2007 í Máli og menningu á Laugaveginum í morgun.
Þjóðargjöfin er eitt þúsund króna ávísun sem send verður inn á öll heimili til bókakaupa. Sendar verða út 110 þúsund ávísanir sem er jafngildi hundrað og tíu milljóna króna.
Þegar tekið er saman hversu margir frambjóðendur ritað bækur kemur í ljós að allir flokksformenn hafa gefið út bók nema forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde.
Þeir frambjóðendur sem ritað hafa flestar bækur eru Einar Már Guðmundsson og Hjörleifur Guttormsson í Vinstri - grænum og Ómar Ragnarsson Íslandshreyfingunni.