Árleg hópkeyrsla sem Sniglarnir standa fyrir verður haldin þriðjudaginn 1. maí kl. 14:00. Lagt verður af stað frá Perlunni og keyrt eftir Hafnarfjarðarveg til Hafnarfjarðar og þaðan áleiðis í Smáralind. Sniglarnir hafa séð fyrir hópkeyrslu 1. maí síðastliðin ár við mikla hrifningu bifhjólamanna.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í hópkeyrslunni eru beðnir um að mæta ekki seinna en 13:30 við Perluna.