Fjölskylda mannsins sem lést eftir að hafa keppt í Lundúnamaraþoninu á sunnudaginn hefur farið þess á leit við mótshaldara og fjölmiðla að hugsanleg dánarorsök hans verði ekki rædd opinberlega. Maðurinn sem var Breti hné niður eftir að hann kom í mark en hann hljóp heilt maraþon. Hann lést svo í gærmorgun en þetta er níunda dauðsfallið í 27 ára sögu marþonhlaupsins.
Óvenju mikill hiti var í London þegar hlaupið fór fram eða 22 stig sem er nálægt hitametinu sem slegið var 1996. Yfir 5 þúsund manns leituðu læknisaðstoðar í tengslum við hlaupið og voru 69 fluttir á spítala.
Fjórir Íslendingar tóku þátt í hlaupinu og af þeim hljóp Jóhann Karlsson hraðast og hafnaði í sæti 2184 af yfir 35 þúsund keppendum sem luku keppni. Jóhann var í flokki 55 ára og eldri og kom í mark á 3 klukkustundum 19 mínútum og 10 sekúndum, eða um einni klukkustund og 11 mínútum á eftir sigurvegaranum Martin Lel frá Kenía.
27. dauðsfallið í Lundúnamaraþoninu

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

