Lárus tekur við forstjórastóli í Glitni 30. apríl 2007 16:36 Lárus Welding, nýráðinn forstjóri Glitnis. Mynd/Stefán Lárus Welding hefur verið ráðinn forstjóri Glitnis. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ármannssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra í 10 ár. Lárus Welding hefur verið framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í Lundúnum frá 2003 en hann hóf starfsferil sinn innan bankakerfisins á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Fjárfestingarbankinn rann saman við Íslandsbanka árið 2000 og heitir nú Glitnir. Í tilkynningu frá Glitni segir að sem forstjóri Glitnis muni Lárus, sem er þrítugur að aldri, bera ábyrgð á að fylgja eftir stefnumörkun bankans og leiða um 1.900 manna starfslið í 10 löndum. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Glitnis var ákveðið að Þorsteinn M. Jónsson, formaður stjórnar kókverksmiðjunnar Vífilfells, yrði stjórnarformaður og Jón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Fl Group, varaformaður. Markaðsvirði Glitnis við lok 1. ársfjórðungs 2007 var um 400 milljarðar íslenskra króna og heildareignir um 2.200 milljarðar króna. Á næstu dögum munu Lárus Welding og Bjarni Ármannsson heimsækja starfsstöðvar Glitnis og hitta starfsfólk auk þess að heimsækja matsfyrirtæki, greiningaraðila og fjölmiðla. Lárus Welding er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, löggiltur verðbréfamiðlari og með próf í fjármálum frá UK Securities Institute í Bretlandi. Lárus hóf störf hjá Landsbanka Íslands í Lundúnum árið 2003 og hefur leitt uppbyggingu á starfsemi bankans þar. Meðal verkefna hans má nefna stjórnun á sérhæfðum lánateymum í Bretlandi og Hollandi auk starfsmanna í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Lárus hefur einnig tekið þátt uppbyggingu á innlánastarfsemi bankans í Bretlandi. Landsbankinn hefur þegar tilkynnt um eftirmann Lárusar Weldings í Lundúnum. Baldvin Valtýsson hefur tekið við sem yfirmaður útibús Landsbankans í London, segir í tilkynningu bankans. Lárus starfaði hjá JHR endurskoðunarskrifstofu 1997-1999, hjá Seðlabanka Íslands 1998 og Fjárfestingabanka atvinnulífsins, FBA, síðar Íslandsbanka-FBA, árin 1999-2003. Lárus er giftur Ágústu Ólafsdóttur og eiga þau tvær dætur, sjö ára og eins árs. Tilkynning um forstjóraskiptin í Kauphöll Íslands Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Lárus Welding hefur verið ráðinn forstjóri Glitnis. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ármannssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra í 10 ár. Lárus Welding hefur verið framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í Lundúnum frá 2003 en hann hóf starfsferil sinn innan bankakerfisins á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Fjárfestingarbankinn rann saman við Íslandsbanka árið 2000 og heitir nú Glitnir. Í tilkynningu frá Glitni segir að sem forstjóri Glitnis muni Lárus, sem er þrítugur að aldri, bera ábyrgð á að fylgja eftir stefnumörkun bankans og leiða um 1.900 manna starfslið í 10 löndum. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Glitnis var ákveðið að Þorsteinn M. Jónsson, formaður stjórnar kókverksmiðjunnar Vífilfells, yrði stjórnarformaður og Jón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Fl Group, varaformaður. Markaðsvirði Glitnis við lok 1. ársfjórðungs 2007 var um 400 milljarðar íslenskra króna og heildareignir um 2.200 milljarðar króna. Á næstu dögum munu Lárus Welding og Bjarni Ármannsson heimsækja starfsstöðvar Glitnis og hitta starfsfólk auk þess að heimsækja matsfyrirtæki, greiningaraðila og fjölmiðla. Lárus Welding er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, löggiltur verðbréfamiðlari og með próf í fjármálum frá UK Securities Institute í Bretlandi. Lárus hóf störf hjá Landsbanka Íslands í Lundúnum árið 2003 og hefur leitt uppbyggingu á starfsemi bankans þar. Meðal verkefna hans má nefna stjórnun á sérhæfðum lánateymum í Bretlandi og Hollandi auk starfsmanna í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Lárus hefur einnig tekið þátt uppbyggingu á innlánastarfsemi bankans í Bretlandi. Landsbankinn hefur þegar tilkynnt um eftirmann Lárusar Weldings í Lundúnum. Baldvin Valtýsson hefur tekið við sem yfirmaður útibús Landsbankans í London, segir í tilkynningu bankans. Lárus starfaði hjá JHR endurskoðunarskrifstofu 1997-1999, hjá Seðlabanka Íslands 1998 og Fjárfestingabanka atvinnulífsins, FBA, síðar Íslandsbanka-FBA, árin 1999-2003. Lárus er giftur Ágústu Ólafsdóttur og eiga þau tvær dætur, sjö ára og eins árs. Tilkynning um forstjóraskiptin í Kauphöll Íslands
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun