Forsætisráðherra ber fullt traust til forseta Íslands 2. maí 2007 18:30 Geir H Haarde forsætisráðherra segist bera fullt traust til forseta Íslands þurfi forsetinn að koma að því að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. En höfundur Reykjavíkurbréfs hefur áhyggjur af því að forsetinn muni beita sér fyrir myndun vinstristjórnar, komist hann í aðstöðu til þess. Það hefur verið friðsamlegt á stjórnarheimilinu síðustu 16 ár eða allt frá því að Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1991. Forseti Íslands hefur því ekki þurft að koma að stjórnarmyndunum, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins hefur áhyggjur af því að forystumönnum stjórnmálaflokkanna muni ekki ganga eins vel að koma sér saman um hverjir sitja í stjórnarráðinu næstu fjögur árin og gengið hefur undanfarin fjögur kjörtímabil. Þá muni Ólafur Ragnar Grímsson forrseti íslands í fyrsta skipti fá tækifæri til að útdeila umboði til stjórnarmyndunar. Höfundur Reykjavíkurbréfs segir að hlutverk forystumanna stjórnarflokkanna eigi að vera að hleypa forsetanum hvergi að stjórnarmyndun. Stjórnarskráin segir það eitt um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir að hann skipi ráðherra og veiti þeim lausn. Það er því stuðst við hefðir þegar kemur að afskiptum forseta að stjórnarmyndunum. Sigurður Líndal lagaprófessor sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag að ef kæmi til afskipta forsetans, hefði hann nokkuð frjálsar hendur með það í hvaða röð hann talaði við formenn stjórnmálaflokkanna og hverjum hann afhenti umboð til stjórnarmyndunar. Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir áhyggjur Morgunblaðsins af mögulegum afskiptum forseta af stjórnarmyndun á bloggsíðu sinni, en dró þær áhyggjur sínar til baka í viðtali við Stöð 2 í gær. Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrra sagði við fréttastofuna í dag, að hann bæri fullt traust til forsetans. Forsetinn hefði hlutverki að gegna ef forystumönnum flokkanna tækist ekki að mynda meirihlutastjórn á Alþingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins sagðist einnig ekki deila áhyggjum morgunblaðsins. Það hefur oft reynt á embætti forseta Íslands við stjórnarmyndanir og þá sérstaklega í forsetatíð Kristjáns Eldjárns. Að minnsta kosti einu sinni var Kristján tilbúinn með lista yfir ráðherra í utanþingsstjórn. Til þess kom þó ekki en en aðeins einu sinni hefur komið til myndunar utanþingsstjórnar á Íslandi árið 1942. "Ég býst við að meginreglan sé auðvitað sú að forsetinn feli þeim stjórnarmyndun sem hann telur líklegast að muni getað myndað stjórn," segir Sigurður Líndal. En jafnvel þó ófriðlegt hafi verið á stjórnarheimilinu hefur ekki alltaf þurft atbeina forseta, eins og þegar Jón Baldvin Hanniblasson og Steingrímur Hermannsson slitu ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar í beinni útsendingu á Stöð 2 í september 1988. En þá mynduðu Jón Baldvin og Steingrímur einfaldlega nýja stjórn með aðstoð Alþýðubandalagsins og hluta Borgaraflokksins. Kosningar 2007 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Geir H Haarde forsætisráðherra segist bera fullt traust til forseta Íslands þurfi forsetinn að koma að því að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. En höfundur Reykjavíkurbréfs hefur áhyggjur af því að forsetinn muni beita sér fyrir myndun vinstristjórnar, komist hann í aðstöðu til þess. Það hefur verið friðsamlegt á stjórnarheimilinu síðustu 16 ár eða allt frá því að Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1991. Forseti Íslands hefur því ekki þurft að koma að stjórnarmyndunum, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins hefur áhyggjur af því að forystumönnum stjórnmálaflokkanna muni ekki ganga eins vel að koma sér saman um hverjir sitja í stjórnarráðinu næstu fjögur árin og gengið hefur undanfarin fjögur kjörtímabil. Þá muni Ólafur Ragnar Grímsson forrseti íslands í fyrsta skipti fá tækifæri til að útdeila umboði til stjórnarmyndunar. Höfundur Reykjavíkurbréfs segir að hlutverk forystumanna stjórnarflokkanna eigi að vera að hleypa forsetanum hvergi að stjórnarmyndun. Stjórnarskráin segir það eitt um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir að hann skipi ráðherra og veiti þeim lausn. Það er því stuðst við hefðir þegar kemur að afskiptum forseta að stjórnarmyndunum. Sigurður Líndal lagaprófessor sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag að ef kæmi til afskipta forsetans, hefði hann nokkuð frjálsar hendur með það í hvaða röð hann talaði við formenn stjórnmálaflokkanna og hverjum hann afhenti umboð til stjórnarmyndunar. Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir áhyggjur Morgunblaðsins af mögulegum afskiptum forseta af stjórnarmyndun á bloggsíðu sinni, en dró þær áhyggjur sínar til baka í viðtali við Stöð 2 í gær. Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrra sagði við fréttastofuna í dag, að hann bæri fullt traust til forsetans. Forsetinn hefði hlutverki að gegna ef forystumönnum flokkanna tækist ekki að mynda meirihlutastjórn á Alþingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins sagðist einnig ekki deila áhyggjum morgunblaðsins. Það hefur oft reynt á embætti forseta Íslands við stjórnarmyndanir og þá sérstaklega í forsetatíð Kristjáns Eldjárns. Að minnsta kosti einu sinni var Kristján tilbúinn með lista yfir ráðherra í utanþingsstjórn. Til þess kom þó ekki en en aðeins einu sinni hefur komið til myndunar utanþingsstjórnar á Íslandi árið 1942. "Ég býst við að meginreglan sé auðvitað sú að forsetinn feli þeim stjórnarmyndun sem hann telur líklegast að muni getað myndað stjórn," segir Sigurður Líndal. En jafnvel þó ófriðlegt hafi verið á stjórnarheimilinu hefur ekki alltaf þurft atbeina forseta, eins og þegar Jón Baldvin Hanniblasson og Steingrímur Hermannsson slitu ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar í beinni útsendingu á Stöð 2 í september 1988. En þá mynduðu Jón Baldvin og Steingrímur einfaldlega nýja stjórn með aðstoð Alþýðubandalagsins og hluta Borgaraflokksins.
Kosningar 2007 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira