Mayweather - De la Hoya í beinni í nótt 5. maí 2007 17:50 Mayweather (til hægri) var með vígalegt föruneyti í vigtuninni og hér má sjá rapparann 50 cent halda á meistarabeltum kappans NordicPhotos/GettyImages Bardagi ársins í hnefaleikaheiminum verður í Las Vegas í nótt þar sem hinn ósigraði og yfirlýsingaglaði Floyd Mayweather tekur á móti gulldrengnum Oscar de la Hoya. Sjónvarpsstöðin Sýn sýnir bardagann beint og hefst útsending klukkan eitt í nótt. "Ég er í toppformi og tilbúinn í slaginn," sagði De la Hoya eftir vigtunina í dag. "Ég hlakka mikið til að berjast og get ekki beðið. Ég þarf að vera snjall og þolinmóður í bardaganum," sagði De la Hoya, sem er fjórum pundum þyngri en andstæðingurinn. "Þyngd og frægð vinna ekki bardaga. Hæfileikar vinna bardaga. Mér er alveg sama þó hann sé 25 pundum þyngri en ég - ég mun ganga frá honum. Hann þykist vera rosalega vænn drengur en er í raun er partídýr sem hefur gaman af því að hanga á strípibúllum," sagði Mayweather og segist hlakka til síðasta bardaga síns á ferlinum þar sem hann gæti lokið keppni með 38 sigra og ekkert tap. "Ég vil bara vera venjulegur gaur, ég á tonn af peningum og get nú farið að njóta lífsins," sagði hann. De la Hoya hefur haft orð á því hvað kyndingar andstæðingsins og hroki hafi hjálpað honum í að undirbúa sig fyrir bardagann. "Mayweather þarf á auðmýkt að halda og ég vil gefa honum hana með því að sigra hann. Hann er eins og óþekktarormur sem þarf að tukta til. Hann er auðvitað frábær boxari, en hann hefur ekki þurft að mæta nógu góðum mönnum á ferlinum til að geta kallað sig sannan meistara," sagði De la Hoya. Box Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira
Bardagi ársins í hnefaleikaheiminum verður í Las Vegas í nótt þar sem hinn ósigraði og yfirlýsingaglaði Floyd Mayweather tekur á móti gulldrengnum Oscar de la Hoya. Sjónvarpsstöðin Sýn sýnir bardagann beint og hefst útsending klukkan eitt í nótt. "Ég er í toppformi og tilbúinn í slaginn," sagði De la Hoya eftir vigtunina í dag. "Ég hlakka mikið til að berjast og get ekki beðið. Ég þarf að vera snjall og þolinmóður í bardaganum," sagði De la Hoya, sem er fjórum pundum þyngri en andstæðingurinn. "Þyngd og frægð vinna ekki bardaga. Hæfileikar vinna bardaga. Mér er alveg sama þó hann sé 25 pundum þyngri en ég - ég mun ganga frá honum. Hann þykist vera rosalega vænn drengur en er í raun er partídýr sem hefur gaman af því að hanga á strípibúllum," sagði Mayweather og segist hlakka til síðasta bardaga síns á ferlinum þar sem hann gæti lokið keppni með 38 sigra og ekkert tap. "Ég vil bara vera venjulegur gaur, ég á tonn af peningum og get nú farið að njóta lífsins," sagði hann. De la Hoya hefur haft orð á því hvað kyndingar andstæðingsins og hroki hafi hjálpað honum í að undirbúa sig fyrir bardagann. "Mayweather þarf á auðmýkt að halda og ég vil gefa honum hana með því að sigra hann. Hann er eins og óþekktarormur sem þarf að tukta til. Hann er auðvitað frábær boxari, en hann hefur ekki þurft að mæta nógu góðum mönnum á ferlinum til að geta kallað sig sannan meistara," sagði De la Hoya.
Box Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira