Heitir því að sameina Frakka Guðjón Helgason skrifar 7. maí 2007 12:15 Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nokkrum borgum Frakklands í nótt um leið og hægrimenn þar í landi fögnuðu sigri Nicolas Sarkozy í forsetakosningunum í gær. Nýr forseti heitir því að sameina Frakka eftir harðvítuga kosningabaráttu síðustu vikna. Sarkozy fékk 53% atkvæða í seinni umferð kosninganna en sósíalistinn Segolene Royal 47%. Kjörsókn var með besta móti en 85% kosningabærra Frakka neyttu réttar síns. Þetta er í þriðja sinn í röð sem sósíalistar verða undir í frönsku forsetakosningunum. Royal játaði sig sigraða snemma í gærkvöldi og þakkaði þeim sautján milljón Frökkum sem greiddu henni atkvæði sitt. Hún sagðist vona að Sarkozy gerði sitt besta til að sameina frönsku þjóðina. Nýr forseti var fljótur að heita því, Frakkar hefðu viljað breytingar og hann ætlaði að beita sér fyrir þeim. Sarkozy hefur heitið því að minnka atvinnuleysi úr 8.3% í 5% fyrir árið 2012 og lofað skattalækkunum. Sarkozy, sem er 52 ára gamall sonur ungversks innflytjanda, bakaði sér óvinsældir í Frakklandi fyrir um tveimur árum þegar hann gengdi embætti innanríkisráðherra. Þá tók hann hart á mótmælendum í óeirðum sem blossuðu upp víða um landið. Einmitt þeir atburðir gerðu það að verkum að margir spáðu óeirðum í Frakklandi liðna nótt yrði hann kjörinn. Sú varð raunin og til átaka kom, þó ekki alvarlegra. Tveir lögreglumenn særðust í Nantes þegar um þúsund andstæðingar forsetans létu grjóthnullungum og flöskum yfir lögreglumenn sem svöruðu með táragasi. Mótmælendur voru handteknir þar, í París og fjórum öðrum borgum. Ekki eru þó allir jafn ósáttir við sigur Sarkozys. Ráðamenn í Washington fagna enda Sarkozy sagt að Bandaríkjamenn geti treyst á stuðning Frakka á meðan hann sé við völd en þó aðeins ef þeir herði á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Erlent Fréttir Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira
Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nokkrum borgum Frakklands í nótt um leið og hægrimenn þar í landi fögnuðu sigri Nicolas Sarkozy í forsetakosningunum í gær. Nýr forseti heitir því að sameina Frakka eftir harðvítuga kosningabaráttu síðustu vikna. Sarkozy fékk 53% atkvæða í seinni umferð kosninganna en sósíalistinn Segolene Royal 47%. Kjörsókn var með besta móti en 85% kosningabærra Frakka neyttu réttar síns. Þetta er í þriðja sinn í röð sem sósíalistar verða undir í frönsku forsetakosningunum. Royal játaði sig sigraða snemma í gærkvöldi og þakkaði þeim sautján milljón Frökkum sem greiddu henni atkvæði sitt. Hún sagðist vona að Sarkozy gerði sitt besta til að sameina frönsku þjóðina. Nýr forseti var fljótur að heita því, Frakkar hefðu viljað breytingar og hann ætlaði að beita sér fyrir þeim. Sarkozy hefur heitið því að minnka atvinnuleysi úr 8.3% í 5% fyrir árið 2012 og lofað skattalækkunum. Sarkozy, sem er 52 ára gamall sonur ungversks innflytjanda, bakaði sér óvinsældir í Frakklandi fyrir um tveimur árum þegar hann gengdi embætti innanríkisráðherra. Þá tók hann hart á mótmælendum í óeirðum sem blossuðu upp víða um landið. Einmitt þeir atburðir gerðu það að verkum að margir spáðu óeirðum í Frakklandi liðna nótt yrði hann kjörinn. Sú varð raunin og til átaka kom, þó ekki alvarlegra. Tveir lögreglumenn særðust í Nantes þegar um þúsund andstæðingar forsetans létu grjóthnullungum og flöskum yfir lögreglumenn sem svöruðu með táragasi. Mótmælendur voru handteknir þar, í París og fjórum öðrum borgum. Ekki eru þó allir jafn ósáttir við sigur Sarkozys. Ráðamenn í Washington fagna enda Sarkozy sagt að Bandaríkjamenn geti treyst á stuðning Frakka á meðan hann sé við völd en þó aðeins ef þeir herði á baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Erlent Fréttir Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira