Sjálfstæðisflokkur og Samfylking daðra Jónas Haraldsson skrifar 9. maí 2007 21:44 Formenn allra stjórnmálaflokkana komu saman í kvöld í lokaþætti kosningasjónvarps Stöðvar tvö. Bæði voru hringborðsumræður og síðan voru þeir hver og einn spurðir spjörunum úr í fimm mínútur í senn. Ingibjörg Sólrún sagðist tilbúin til setu í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra og álitsgjafar í Íslandi í dag sögðu Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna hafa verið að daðra við hvort annað. Sérstakir álitsgjafar voru til staðar í Íslandi í dag og mátu frammistöðu formannanna. Þeir voru Atli Rúnar Halldórsson ráðgjafi, Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur og Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður. Í ljós kom að allir formennirnir voru tilbúnir til þess að skoða lög um eftirlaunarétt þingmanna og ráðherra. Geir H. Haarde benti á að allir flokkar hefðu staðið saman að þeim lögum þegar þau voru samþykkt og að sjálfsagt væri að endurskoða þau, sérstaklega það að menn geti verið á tvöföldum eftirlaunum. Ómar Ragnarsson vildi afnema þau og vitnaði í forseta ASÍ sem sagði þau ólög. Guðjón Arnar lagði mikla áherslu á kvótakerfið og Steingrímur sagðist vilja breytingar í því án þess þó að kollvarpa því. Jón Sigurðsson sagði aðspurður að auðlindamálið myndi áfram vera eitt af baráttumálum Framsóknar og að þeir ætluðu sér að stefna að þjóðarsátt í því máli. Allir voru formennirnir á því að það þyrfti að gera átak í launamisrétti kynjanna. Ingibjörg Sólrún vildi gera sérstaka úttekt á því innan ríkisins þar sem það væri stærsti vinnuveitandi í hefðbundnum kvennastéttum. Steingrímur sagðist vilja ganga lengra en jafnréttislög heimila og afnema launaleynd alfarið. Jón sagði Framsóknarflokkinn vera að vinna í þessum málum og Guðjón Arnar sagðist vera jafnréttissinni og auðvitað ættu karlar og konur að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ómar benti á kynjahlutfallið á lista sínum sem merki um stefnu þeirra í jafnréttismálum. Einnig kom þar fram að Ingibjörg Sólrún gæti vel hugsað sér að vera í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra. Samkvæmt könnun Stöðvar tvö sem birt var í kvöld er ríkisstjórnin fallin og sögðu álitsgjafar í Íslandi í dag hafa séð þess merki að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu verið að daðra við hvort annað. Þá bentu þeir á að kalt virtist vera á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðiflokksins. Álitsgjafarnir sögðu Jón Sigurðsson hafa staðið sig einna verst þegar formennirnir voru teknir á eintal. Þeir sögðu hann hafa verið að segja það sama og undanfarið, sem samkvæmt könnunni, er ekki að virka. Þeir sögðu að hann hefði átt að taka áhættu og reyna að fara í sókn í stað þess að fara í vörn, eins og hann hefði virst gera. Einn álitsgjafanna sagði það kannski merki um reynsluleysi að hálfu Jóns. Álitsgjafarnir þrír voru á þeirri skoðun að Ingibjörg Sólrún hefði komið best út úr eintölunum og því næst Geir H. Haarde og Steingrímur J. Sigfússon. Einn þeirra sagði Guðjón Arnar hafa komið á óvart. Hérna að neðan er hægt að sjá frammistöðu hvers og eins fyrir sig. Einnig er hægt að sjá álitsgjafana þrjá segja hver þeim fannst standa sig best og hver þeim fannst standa sig verst. Kosningar 2007 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Formenn allra stjórnmálaflokkana komu saman í kvöld í lokaþætti kosningasjónvarps Stöðvar tvö. Bæði voru hringborðsumræður og síðan voru þeir hver og einn spurðir spjörunum úr í fimm mínútur í senn. Ingibjörg Sólrún sagðist tilbúin til setu í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra og álitsgjafar í Íslandi í dag sögðu Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna hafa verið að daðra við hvort annað. Sérstakir álitsgjafar voru til staðar í Íslandi í dag og mátu frammistöðu formannanna. Þeir voru Atli Rúnar Halldórsson ráðgjafi, Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur og Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður. Í ljós kom að allir formennirnir voru tilbúnir til þess að skoða lög um eftirlaunarétt þingmanna og ráðherra. Geir H. Haarde benti á að allir flokkar hefðu staðið saman að þeim lögum þegar þau voru samþykkt og að sjálfsagt væri að endurskoða þau, sérstaklega það að menn geti verið á tvöföldum eftirlaunum. Ómar Ragnarsson vildi afnema þau og vitnaði í forseta ASÍ sem sagði þau ólög. Guðjón Arnar lagði mikla áherslu á kvótakerfið og Steingrímur sagðist vilja breytingar í því án þess þó að kollvarpa því. Jón Sigurðsson sagði aðspurður að auðlindamálið myndi áfram vera eitt af baráttumálum Framsóknar og að þeir ætluðu sér að stefna að þjóðarsátt í því máli. Allir voru formennirnir á því að það þyrfti að gera átak í launamisrétti kynjanna. Ingibjörg Sólrún vildi gera sérstaka úttekt á því innan ríkisins þar sem það væri stærsti vinnuveitandi í hefðbundnum kvennastéttum. Steingrímur sagðist vilja ganga lengra en jafnréttislög heimila og afnema launaleynd alfarið. Jón sagði Framsóknarflokkinn vera að vinna í þessum málum og Guðjón Arnar sagðist vera jafnréttissinni og auðvitað ættu karlar og konur að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ómar benti á kynjahlutfallið á lista sínum sem merki um stefnu þeirra í jafnréttismálum. Einnig kom þar fram að Ingibjörg Sólrún gæti vel hugsað sér að vera í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra. Samkvæmt könnun Stöðvar tvö sem birt var í kvöld er ríkisstjórnin fallin og sögðu álitsgjafar í Íslandi í dag hafa séð þess merki að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu verið að daðra við hvort annað. Þá bentu þeir á að kalt virtist vera á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðiflokksins. Álitsgjafarnir sögðu Jón Sigurðsson hafa staðið sig einna verst þegar formennirnir voru teknir á eintal. Þeir sögðu hann hafa verið að segja það sama og undanfarið, sem samkvæmt könnunni, er ekki að virka. Þeir sögðu að hann hefði átt að taka áhættu og reyna að fara í sókn í stað þess að fara í vörn, eins og hann hefði virst gera. Einn álitsgjafanna sagði það kannski merki um reynsluleysi að hálfu Jóns. Álitsgjafarnir þrír voru á þeirri skoðun að Ingibjörg Sólrún hefði komið best út úr eintölunum og því næst Geir H. Haarde og Steingrímur J. Sigfússon. Einn þeirra sagði Guðjón Arnar hafa komið á óvart. Hérna að neðan er hægt að sjá frammistöðu hvers og eins fyrir sig. Einnig er hægt að sjá álitsgjafana þrjá segja hver þeim fannst standa sig best og hver þeim fannst standa sig verst.
Kosningar 2007 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira