Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða í maí en það jafngildir því að verðbólga mælist 4,7 prósent, samkvæmt útreikningum Haggstofu Íslands. Þetta er nokkuð meiri verðbólga en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir í spám sínum á dögunum. Töldur þær líkur á verðbólgan færi úr 5,3 prósentum frá síðasta mánuði allt niður í 4,3 prósent.
Samkvæmt Hagstofunni jókst kostnaður vegna eigin húsnæðis um 1,0 prósent en það er aðallega til komið vegna hækkunar á markaðsverði. Þá hækkaði verð á mat og drykkjarvöru um 1,3 prósent og verð á bensíni og díselolíu um 3,1 prósent.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,7 prósent en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,5 prósent.
Greiningardeildir bankanna voru nokkuð samstíga í spám sínum og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækkaði allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Hefði það gengið eftir færi tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum í 4,3 til 4,4 prósent.
Greiningardeildir bentu allar á að helstu óvissuþættirnir í fyrri spám þeirra hafi verið verðhækkanir á fasteignum og eldsneyti, ekki síst hráolíuverði sem hafi sveiflast mikið það sem af er árs.
Verðbólga mælist 4,7 prósent

Mest lesið

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent


Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent

Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent


Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís
Viðskipti innlent

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent